Hagahverfi - deiliskipulagsbreyting og leiðrétting gagna

Málsnúmer 2015100139

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 215. fundur - 28.10.2015

Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi 'Hagahverfis'. Um er að ræða minniháttar leiðréttingu á gögnum og nýja lóð fyrir spennistöð Norðurorku. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. dagsett 28. október 2015. Einnig er meðfylgjandi uppfærður uppdráttur af hverfinu.
Skipulagsnefnd leggur til að grenndarstöð verði fundinn staður á verslunarlóð til hliðar við spennistöð.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3381. fundur - 03.11.2015

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 28. október 2015:

Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi 'Hagahverfis'. Um er að ræða minniháttar leiðréttingu á gögnum og nýja lóð fyrir spennistöð Norðurorku. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. dagsett 28. október 2015. Einnig er meðfylgjandi uppfærður uppdráttur af hverfinu.

Skipulagsnefnd leggur til að grenndarstöð verði fundinn staður á verslunarlóð til hliðar við spennistöð.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 217. fundur - 25.11.2015

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi 'Hagahverfis' var grenndarkynnt 4. nóvember 2015 og lauk henni 16. nóvember þar sem allir sem grenndarkynninguna fengu höfðu skilað inn samþykki sínu. Um er að ræða minniháttar breytingar á uppdrætti, nýja lóð fyrir spennistöð Norðurorku og grenndarstöð fyrir endurvinnslugáma. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. dagsett 28. október 2015. Einnig er meðfylgjandi uppfærður deiliskipulagsuppdráttur af öllu hverfinu.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.