Aðgengi að bílastæðum við Skipagötu fyrir fatlaða

Málsnúmer 2012121158

Vakta málsnúmer

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 1. fundur - 08.01.2013

Rætt var um bílastæði fyrir fatlaða sem staðsett eru á bílastæðareitnum við Skipagötu. Þau séu of mjó til að henta fötluðum auk þess sem mörg þeirra eru illa staðsett og ekki í hæð við gönguleiðir.

Frestað.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 1. fundur - 02.03.2015

Rætt um bílastæði fyrir fatlaða sem staðsett eru á bílastæðareitnum við Skipagötu. Þau séu of mjó til að henta fötluðum auk þess sem mörg þeirra eru illa staðsett og ekki í hæð við gönguleiðir. Leifur Þorsteinsson kynnti deiliskipulagsuppdrátt af miðbænum.
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra óskar eftir við framkvæmdadeild að úrbætur verði gerðar á bílastæðum fyrir hreyfihamlaða í miðbænum í samráði við formann nefndarinnar.
Einnig óskar nefndin eftir samráði við framkvæmdadeild við endurbætur og framkvæmdir á götum og bílastæðum á miðbæjarsvæðinu samkvæmt nýju deiliskipulagi.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 2. fundur - 13.04.2015

Fram hefur komið ósk um að lagfæra bílastæði fyrir fatlaða í miðbæ þar sem núverandi stæði eru of þröng og fá.
Tómas Björn Hauksson frá framkvæmdadeild kom á fundinn og fór yfir mögulegar aðgerðir til lagfæringa og fjölgunar bílastæða fyrir hreyfihamlaða í miðbænum. Lögð var fram tillaga frá formanni samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra og framkvæmdadeild um lagfæringar.
Nefndin þakkar Tómasi fyrir komuna.
Nefndin samþykkir framlagða tillögu að endurbótum og fjölgun bílastæða fyrir hreyfihamlaða á miðbæjarsvæðinu. Erindinu er vísað til framkvæmdaráðs.

Framkvæmdaráð - 310. fundur - 12.06.2015

Farið yfir erindi dagsett 4. maí sl. frá samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra.
Framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að endurbótum og fjölgun bílastæða fyrir hreyfihamlaða á miðbæjarsvæðinu og vísar málinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 214. fundur - 14.10.2015

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra óskaði eftir við framkvæmdaráð að úrbætur yrðu gerðar á bílastæðum fyrir fatlaða í miðbæ þar sem núverandi stæði eru of þröng og fá, í samræmi við tillögu frá formanni samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra og framkvæmdadeild um lagfæringar.

Framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 12. júní 2015 fyrir sitt leyti framlagða tillögu að endurbótum og fjölgun bílastæða fyrir hreyfihamlaða á miðbæjarsvæðinu og vísaði málinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í tillöguna en óskar eftir frekari upplýsingum um staðsetningu stæða fyrir hreyfihamlaða í miðbæ Akureyrar.

Skipulagsnefnd - 215. fundur - 28.10.2015

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra óskaði eftir við framkvæmdaráð að úrbætur yrðu gerðar á bílastæðum fyrir fatlaða í miðbæ þar sem núverandi stæði eru of þröng og fá, í samræmi við tillögu frá formanni samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra og framkvæmdadeild um lagfæringar.

Framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 12. júní 2015 fyrir sitt leyti framlagða tillögu að endurbótum og fjölgun bílastæða fyrir hreyfihamlaða á miðbæjarsvæðinu og vísaði málinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og vísar framkvæmd hennar til framkvæmdadeildar.