Dalsbraut 1 L-M - fyrirspurn um breytta notkun

Málsnúmer 2015100058

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 215. fundur - 28.10.2015

Erindi dagsett 9. október 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Helga M. Hermannssonar spyrst fyrir um hvort fengist að breyta notkun efri hæðar hússins nr. 1 L-M við Dalsbraut í hótel.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í breytta notkun húsnæðisins að því tilskyldu að samþykki meðeiganda í matshlutum 01 og 02 fyrir umbeðnum breytingum verði lagt fram með umsókn um byggingarleyfi.

Skipulagsráð - 306. fundur - 12.12.2018

Erindi dagsett 23. nóvember 2018 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Eyrarverks ehf., kt. 500816-0660, leggur inn fyrirspurn varðandi breytta notkun á 2. hæð í húsi nr. 1 (L-M) við Dalsbraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Sigmar Árnason. Meðfylgjandi er samþykki allra eigenda matshlutar og aðliggjandi húss.
Að mati skipulagsráðs samræmist fyrirhuguð breyting gildandi aðal- og deiliskipulagi svæðisins og þar sem fyrir liggur samþykki allra eigenda sama matshlutar sem og aðliggjandi matshlutar gerir skipulagsráð ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Skipulagsráð telur að samhliða útgáfu byggingarleyfis þurfi að fara í vinnu við breytingu á deiliskipulagi, lagfæringu á skráningu lóða til samræmis við deiliskipulag, útbúa nýja lóðarleigusamninga og eignaskiptayfirlýsingar.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 744. fundur - 17.10.2019

Erindi dagsett 9. október 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Eyrarverks ehf., kt. 500816-0660, leggur inn fyrirspurn varðandi gistieiningar á 2. hæð í húsi nr. 1 (L-M) við Dalsbraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar erindinu.

Vegna stærðar hússins verður að liggja fyrir brunatæknileg hönnun og áhættumat hótels á 2. hæð.

Einnig með vísan til bókunar af fundi skipulagsráðs þann 12. desember 2018, þar sem ráðið gerði ekki athugasemd við fyrirhugaða breytta notkun en bókaði: "Skipulagsráð telur að samhliða útgáfu byggingarleyfis þurfi að fara í vinnu við breytingu á deiliskipulagi, lagfæringu á skráningu lóða til samræmis við deiliskipulag, útbúa nýja lóðarleigusamninga og eignaskiptayfirlýsingar".