Glerárholt lnr. 147859 - umsókn um lóðarleigusamning

Málsnúmer 2015100047

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 214. fundur - 14.10.2015

Erindi dagsett 7. október 2015 þar sem Jón Stefán Þórðarson og Erla Þórðardóttir óska eftir því að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir Glerárholt, landnúmer 147859. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur staðgengli skipulagsstjóra að gera tillögu að afmörkun lóðar fyrir húsið.

Skipulagsnefnd - 215. fundur - 28.10.2015

Erindi dagsett 7. október 2015 þar sem Jón Stefán Þórðarson og Erla Þórðardóttir óska eftir því að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir Glerárholt, landnúmer 147859. Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram tillögu að afmörkun lóðar fyrir húsið.
Skipulagsnefnd samþykkir afmörkun lóðarinnar samkvæmt tillögunni og felur verkefnastjóra fasteignaskráningar að útbúa lóðarsamning í samræmi við hana. Í lóðarsamningi verði kvöð um heimild Akureyrarkaupstaðar til að hnika til lóðarmörkum Glerárholts án þess að lóð minnki við það og án greiðslu bóta, ef þörf er á við deiliskipulagningu svæðisins.