Saltnes í Hrísey - umsókn um afnot af svæði

Málsnúmer 2013090248

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 165. fundur - 09.10.2013

Erindi dagsett 23. september 2013 þar sem Ingimar Ragnarsson f.h. Hverfisráðs Hríseyjar, sækir um afnot af svæði NV við Saltnes í Hrísey fyrir vélhjólasport. Meðfylgjandi er loftmynd af svæðinu.

Skipulagsnefnd samþykkir afnot af umbeðnu svæði tímabundið til 30. september 2015.

Skipulagsnefnd - 215. fundur - 28.10.2015

Erindi dagsett 6. október 2015 þar sem Anton Már Steinarsson, Kristján Ingimar Ragnarsson og Linda María Ásgeirsdóttir f.h. hverfisráðs Hríseyjar, sækja um að framlengd verði afnot af svæði NV við Saltnes í Hrísey fyrir vélhjólasport.
Skipulagsnefnd samþykkir framlengd afnot af umbeðnu svæði tímabundið til 30. september 2017.

Skipulagsráð - 280. fundur - 10.01.2018

Erindi dagsett 14. desember 2017 þar sem Hermann Erlingsson fyrir hönd Stimpils, félags áhugamanna um akstursíþróttir, kt. 541217-1850, sækir um áframhaldandi afnot af svæði í Saltnesi í Hrísey til vélhjólasportsiðkunar.
Skipulagsráð óskar eftir umsögn hverfisráðs Hríseyjar um umsóknina.

Skipulagsráð - 286. fundur - 28.02.2018

Erindi dagsett 23. september 2013 þar sem Hermann Erlingsson fyrir hönd Stimpils félags áhugamanna um akstursíþróttir, kt. 541217-1850, sækir um leyfi til að stunda vélhjólasport í malarnámu við Saltnes í Hrísey. Skipulagsráð óskaði eftir umsögn hverfisráðs Hríseyjar.

Umsögn hverfisráðs Hríseyjar fundaði 11. febrúar 2018.

Hverfisráð bendir á að hvorki bein sjón- né hljóðmengun stafi af vélhjólasportsiðkun á svæðinu, þar sem svæðið er ekki nálægt byggð. Viðstaddir aðilar hverfisráðsins eru sammála um að það eigi að gefa leyfi til áframhaldandi afnots af svæðinu.

Lagt fram álit Þorgeirs Jónssonar formanns Hverfisráðs Hríseyjar sem ekki var viðstaddur afgreiðslu málsins.
Skipulagsráð heimilar umbeðna notkun í námunni, sem merkt er E4 í tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, með vísan til umsagnar hverfisráðs Hríseyjar, en taka skal fullt tillit til starfsemi námunnar.