Naustahverfi reitur 28, Krókeyrarnöf 21 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015090019

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 211. fundur - 09.09.2015

Erindi dagsett 1. september 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni hjá Formi ehf. þar sem hann f.h. Magnum Opus ehf., kt. 470714-0850, óskar eftir heimild til að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis reits 28 og Naustagötu, þannig að leyft verði að auka byggingamagn í Krókeyrarnöf 21 í 385 m² eða um 34 m² og gera skyggni yfir bílgeymslu- og aðaldyrahurðum út fyrir byggingarreit. Meðfylgjandi er teikning til útskýringar.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 213. fundur - 30.09.2015

Erindi dagsett 1. september 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni hjá Formi ehf. þar sem hann f.h. Magnum Opus ehf., kt. 470714-0850, óskaði eftir heimild til að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis reits 28 og Naustagötu, þannig að leyft verði að auka byggingamagn í Krókeyrarnöf 21 í 385 m² eða um 34 m² og gera skyggni yfir bílgeymslu- og aðaldyrahurðum út fyrir byggingarreit.
Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. september síðastliðinn að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi og er meðfylgjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar dagsett 30. septemer 2015 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá teiknistofunni Form.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3379. fundur - 06.10.2015

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 30. september 2015:
Erindi dagsett 1. september 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni hjá Formi ehf., þar sem hann f.h. Magnum Opus ehf., kt. 470714-0850, óskaði eftir heimild til að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis reits 28 og Naustagötu, þannig að leyft verði að auka byggingamagn í Krókeyrarnöf 21 í 385 m² eða um 34 m² og gera skyggni yfir bílgeymslu- og aðaldyrahurðum út fyrir byggingarreit.
Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. september síðastliðinn að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi og er meðfylgjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar dagsett 30. september 2015 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá teiknistofunni Formi.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 214. fundur - 14.10.2015

Erindi dagsett 6. október 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni f.h. Magnum opus ehf., kt. 470714-0850, þar sem óskað er eftir að gera fleiri breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir að umsækjandi geri grein fyrir fyrirætlunum sínum.

Skipulagsnefnd - 215. fundur - 28.10.2015

Nýtt erindi dagsett 6. október 2015 barst áður en grenndarkynningin hófst. Þar óskar Ágúst Hafsteinsson f.h. Magnum opus ehf. eftir að gera fleiri breytingar á deiliskipulaginu í samræmi við meðfylgjandi teikningar.

Á fundinn kom Ágúst Hafsteinsson til að gera frekari grein fyrir umbeðnum breytingum.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 217. fundur - 25.11.2015

Erindi dagsett 6. október 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ehf. þar sem hann f.h. Magnum Opus ehf., kt. 470714-0850, leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis reits 28 og Naustagötu. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 28. október 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá teiknistofnunni Form, dagsett 11. nóvember 2015.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3383. fundur - 01.12.2015

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. nóvember 2015:

Erindi dagsett 6. október 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ehf. þar sem hann f.h. Magnum Opus ehf., kt. 470714-0850, leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis reits 28 og Naustagötu. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 28. október 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá teiknistofnunni Form, dagsett 11. nóvember 2015.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 219. fundur - 13.01.2016

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar var grenndarkynnt 2. desember 2015 og var athugasemdafrestur til 30. desember 2015.
Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.