SVA - leiðakerfi 2020

Málsnúmer 2020020042

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 72. fundur - 07.02.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 5. febrúar 2020 vegna endurskoðunar á leiðakerfi SVA.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að stofnaður verði launaður vinnuhópur um endurskoðun á leiðakerfinu.

Bæjarráð - 3672. fundur - 20.02.2020

Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 7. febrúar 2020:

Lagt fram minnisblað dagsett 5. febrúar 2020 vegna endurskoðunar á leiðakerfi SVA.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að stofnaður verði launaður vinnuhópur um endurskoðun á leiðakerfinu.

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir starfshóp.
Bæjarráð samþykkir stofnun starfshóps um endurskoðun á leiðakerfi SVA með fimm samhljóða atkvæðum. Bæjarráð tilnefnir Guðmund Baldvin Guðmundsson og Evu Hrund Einarsdóttur sem fulltrúa bæjarráðs í starfshópinn. Jafnframt felur bæjarráð formanni bæjarráðs að ganga frá erindisbréfi fyrir starfshópinn.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 73. fundur - 21.02.2020

Lagt fyrir erindisbréf um skipun stýrihóps um gerð nýs leiðakerfis.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að skipa Unnar Jónsson S-lista og Jönu Salóme I. Jósepsdóttur V-lista í stýrihópinn.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 82. fundur - 04.09.2020

Minnisblað varðandi leiðakerfisbreytingar lagt fram til samþykktar.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið í verkefnið og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að færa 8,5 milljónir króna af liðnum Miðbær biðstöð og yfir í leiðakerfisbreytingar strætó og innleiðingu á þeim.

Bæjarráð - 3696. fundur - 10.09.2020

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 4. september 2020:

Minnisblað varðandi leiðakerfisbreytingar lagt fram til samþykktar.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið í verkefnið og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að færa 8,5 milljónir króna af liðnum Miðbær biðstöð og yfir í leiðakerfisbreytingar strætó og innleiðingu á þeim.
Bæjarráð samþykkir umbeðna tilfærslu umhverfis- og mannvirkjaráðs og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá viðauka vegna málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 87. fundur - 16.10.2020

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar kynnti fyrir ráðinu drög að nýju leiðakerfi strætó.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

Ungmennaráð - 11. fundur - 10.11.2020

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar fór yfir nýtt leiðanet SVA.
Ungmennaráð sendir inn ábendingar og athugasemdir.

Öldungaráð - 9. fundur - 16.11.2020

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar kynntu drög að nýju leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar.
Öldungaráð þakkar þeim Jóni og Hrafni fyrir kynninguna.Þjónusta og ferðir Strætisvagna Akureyrar eru mikilvægar mörgum eldri borgurum.

Eins og fyrir aðra notendur skiptir máli að leiðakerfið sé skiljanlegt og ekki allt of langt milli ferða.

Fyrir eldri borgara skiptir miklu máli, að ekki sé of langt á stoppistöðvar frá heimili og áfangastöðum t.d. heilbrigðisstofnunum, félagsstarfi, íþrótta- og heilsubótarstöðvum, menningu og ýmsum viðburðum, verslunum og stöðum til nauðsynlegra aðfanga. Eldri borgarar búa víða um bæinn, en búsetan er víða þétt og þarf því sértaklega að huga að þeim stöðvum.

Sú tillaga sem nú liggur fyrir uppfyllir í mörgum atriðum ekki þessi sjónarmið t.d. lengist leið að og frá stoppistöðvum víða og heil hverfi eru án þjónustu, sama gerðist í síðustu breytingu á leiðakerfi.

Það er slæmt/ámælisvert að ekki hafi verið hugað að hagsmunum eldri borgara þegar forsendur og leiðarljós fyrir breytingu á kerfinu voru settar. Sjónarmið skólafólks og eldri borgara varðandi lengd frá stoppistöðvum eru t.d. skiljanlega ekki þau sömu.

Félag eldri borgara og þjónustuhópur félagsmiðstöðva hefur safnað saman ábendingum og athugasemdum, sem sendar verða til bæjaryfirvalda . Þær lúta flestar að ofangreindum atriðum. Öldungaráð tekur undir þær og óskar eftir að tekið verði tillit til þeirra og þessarar bókunar í áframhaldandi vinnu. Ráðið lýsir sig fúst til samstarfs.

Bæjarstjórn - 3484. fundur - 17.11.2020

Rætt um endurskoðun leiðakerfis Strætisvagna Akureyrar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti markmið endurskoðunar leiðakerfisins og verklag við endurskoðunina.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir, Hlynur Jóhannsson, Gunnar Gíslason, Þórhallur Jónsson og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.

Frístundaráð - 85. fundur - 18.11.2020

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar kynntu drög að nýju leiðakerfi SVA.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fyrir kynninguna.

Ráðið telur mjög mikilvægt að reynt verði að bregðast við þeim athugasemdum sem fram hafa komið vegna tengingar leiðakerfisins við frístundastarf og starfsmönnum verði falið að koma athugasemdum sem komu fram á fundinum á framfæri við vinnuhópinn um nýtt leiðakerfi.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 92. fundur - 15.01.2021

Lögð fram sú niðurstaða sem komin er að nýju leiðaneti SVA.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram út frá umræðum á fundinum og kynna fyrir ráðinu að því loknu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 94. fundur - 12.02.2021

Lögð fram minnisblöð dagsett 10. febrúar 2021 varðandi endurbætur á leiðaneti strætó og framkvæmdir vegna þeirra.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar, Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði, Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar og Daði Baldur Ottósson samgönguverkfræðingur á samfélagssviði EFLU sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 95. fundur - 26.02.2021

Staða verkefnisins kynnt fyrir ráðinu. Þar á meðal stytting vinnuviku vaktavinnufólks, mögulegar útfærslur á akstri á kvöldin og um helgar og annað sem kemur til skoðunar með rekstrar- og framkvæmdakostnað í huga.