SVA - leiðakerfi 2020

Málsnúmer 2020020042

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 72. fundur - 07.02.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 5. febrúar 2020 vegna endurskoðunar á leiðakerfi SVA.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að stofnaður verði launaður vinnuhópur um endurskoðun á leiðakerfinu.

Bæjarráð - 3672. fundur - 20.02.2020

Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 7. febrúar 2020:

Lagt fram minnisblað dagsett 5. febrúar 2020 vegna endurskoðunar á leiðakerfi SVA.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að stofnaður verði launaður vinnuhópur um endurskoðun á leiðakerfinu.

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir starfshóp.
Bæjarráð samþykkir stofnun starfshóps um endurskoðun á leiðakerfi SVA með fimm samhljóða atkvæðum. Bæjarráð tilnefnir Guðmund Baldvin Guðmundsson og Evu Hrund Einarsdóttur sem fulltrúa bæjarráðs í starfshópinn. Jafnframt felur bæjarráð formanni bæjarráðs að ganga frá erindisbréfi fyrir starfshópinn.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 73. fundur - 21.02.2020

Lagt fyrir erindisbréf um skipun stýrihóps um gerð nýs leiðakerfis.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að skipa Unnar Jónsson S-lista og Jönu Salóme I. Jósepsdóttur V-lista í stýrihópinn.