Umhverfis- og mannvirkjaráð

141. fundur 20. júní 2023 kl. 08:15 - 11:39 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Jón Hjaltason (Ó) boðaði forföll fyrir sig og varamann sinn.

1.Styrktarsjóður EBÍ 2023

Málsnúmer 2023040106Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 4. apríl 2023 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands (EBÍ) varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2023. Umsóknir í sjóðinn skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna. Akureyrarbær fékk styrk að fjárhæð kr. 750.000 vegna verkefnisins "Forvarnir og viðbrögð við gróðureldum á Hömrum og Kjarnaskógi."

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.

2.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir 2022-2023

Málsnúmer 2022030389Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 25. maí 2023:

Lagðar fram til kynningar bókanir í fundargerð 229. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dagsettri 3. maí sl. varðandi umferðarhávaða og svifryk. Bæjarráð vísar bókununum til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að svara bókunum efnislega út frá umræðum á fundinum og óskar eftir því að lagðar verði fram tillögur í haust að uppfærðum áætlunum í aðgerðum gegn svifryki og umferðarhávaða.

3.Umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar 2022-2030

Málsnúmer 2022060764Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 15. júní 2023 varðandi kostnaðargreiningu aðgerðaráætlunar Umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Rætt var um drög að aðgerðaráætlun og stefnt að því að leggja hana fram til samþykktar í ágúst 2023.

4.Úrgangsmál - fyrirkomulag og útboð

Málsnúmer 2022110167Vakta málsnúmer

Lögð fram drög dagsett 16. júní 2023 varðandi fyrirkomulag á sorphirðu eftir innleiðingu nýrra íláta við heimahús.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.

5.Áskorun til bæjarstjórnar að styðja við Kisukot

Málsnúmer 2023040414Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. apríl 2023:

Erindi dagsett 12. apríl 2023 frá Rósu Líf Darradóttur f.h. stjórnar Samtaka um dýravelferð á Íslandi sem skorar á bæjarstjórn að styðja við starfsemi Kisukots.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð vísar umræðu um málið til umhverfis- og mannvirkjaráðs.


Lagt fram minnisblað dagsett 15. júní 2023 varðandi áskorun til bæjarstjórnar um að styðja við Kisukot.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að ræða við umsjónarmann Kisukots um mögulegt samstarf í samræmi við umræður á fundinum.

6.SVA - leiðakerfi 2020

Málsnúmer 2020020042Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 15. júní 2023 varðandi endurskoðun leiðakerfis Strætisvagna Akureyrar.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

7.Strætó - öryggismál

Málsnúmer 2023060845Vakta málsnúmer

Tekin umræða um öryggismál í Strætisvögnum Akureyrar.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 11:39.