Umhverfis- og mannvirkjaráð

97. fundur 26. mars 2021 kl. 08:15 - 11:02 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Tryggvi Már Ingvarsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti í forföllum Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur.
Þórunn Sif Harðardóttir D-lista mætti í forföllum Sigurjóns Jóhannessonar.

1.Akstur fyrir ferliþjónustu SVA - verðkönnun

Málsnúmer 2021031546Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 24. mars 2021 varðandi niðurstöðu útboðs á viðbótarakstri fyrir ferliþjónustu Strætisvagna Akureyrar.

Verð frá fimm aðilum bárust.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

2.SVA - leiðakerfi 2020

Málsnúmer 2020020042Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað dagsett 10. mars 2021 varðandi nýtt leiðanet SVA.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samhljóða innleiðingu á nýju leiðakerfi og stefnir á að það komist í notkun í sumar. Þessi samþykkt er byggð á bókun bæjarráðs frá 25. mars 2021.

Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram.


Berglind Bergvinsdóttir M-lista óskar bókað: "Ég fagna endurskoðun á nýju leiðaneti SVA og tel það til bóta fyrir íbúa Akureyrar að mörgu leyti. Ég lýsi þó yfir áhyggjum mínum af töluvert löngum vegalengdum sem myndast hafa að biðstöðvum SVA í ákveðnum hverfum bæjarins sem mögulega geta valdið því að fólk í þeim hverfum nýti sér síður þjónustu þeirra en ella. Má þar nefna sem dæmi fyrir íbúa Giljahverfis."

3.Holtahverfi - gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2021023068Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 24. mars 2021 varðandi útboð á hönnun á gatnagerð og lögnum Holtahverfis. Sex tilboð bárust.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda VSB Verkfræðistofu ehf. að upphæð kr. 23.980.105.

4.Skátafélagið Klakkur - söfnunarkassar fyrir einnota umbúðir

Málsnúmer 2021020466Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf dagsett 8. febrúar 2021 varðandi söfnunarkassa fyrir einnota umbúðir við grenndarstöðvar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila Skátafélaginu Klakki uppsetningu á söfnunarkössum fyrir flöskur og dósir á grenndarstöðvum á meðan núverandi samningur við Terra um sorphirðu í Akureyrarbæ er í gildi.

5.Opin leiksvæði - framtíðarsýn

Málsnúmer 2021011646Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 24. mars 2021 varðandi fyrirséðar og áætlaðar breytingar á leiksvæðum á Akureyri.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.

6.Loftgæðamál og aðgerðaáætlun í Akureyrarbæ

Málsnúmer 2018110215Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 25. mars 2021 varðandi svifryksaðgerðir.

7.Glerárholt - endurbætur

Málsnúmer 2021031721Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 22. mars 2021 varðandi endurbætur á Glerárholti.

8.Nökkvi siglingaklúbbur - framkvæmdir vegna uppbyggingarsamnings

Málsnúmer 2015030205Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 24. mars 2021 varðandi byggingu aðstöðuhúss Nökkva við Drottningarbraut 1.

9.Stöðuskýrslur rekstrar UMSA

Málsnúmer 2020050097Vakta málsnúmer

Tekin fyrir stöðuskýrsla rekstrar umhverfis- og mannvirkjasviðs vegna ársins 2020.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 11:02.