Bæjarráð

3672. fundur 20. febrúar 2020 kl. 08:15 - 10:28 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Vaktavinna - tillaga að breytingum á kjarasamningum

Málsnúmer 2020020459Vakta málsnúmer

Kynnt tillaga að breytingum á ákvæðum kjarasamninga um vaktavinnu og tillaga um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Eyþing - aukaframlag

Málsnúmer 2020020128Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni stjórnar SSNE um aukaframlag vegna dómssáttar Eyþings.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni SSNE um aukaframlag að fjárhæð kr. 9.199.869 með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

Gunnar Gíslason D-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég samþykki beiðni stjórnar SSNE um aukaframlag enda ekki annað að gera. Ég tel að það hefði aldrei þurft að koma til þess neikvæða ferlis sem er lokið með þeirri dómssátt sem vísað er til í erindinu, ef rétt hefði verið haldið á starfslokamáli fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings frá upphafi.

3.Verkefnastjóri upplýsingamiðlunar - rökstuðningur vegna ráðningar

Málsnúmer 2019060038Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 13. febrúar 2020. Bæjarráð fól bæjarlögmanni að vinna málið áfram.

Lögð fram drög að samkomulagi.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

4.SVA - leiðakerfi 2020

Málsnúmer 2020020042Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 7. febrúar 2020:

Lagt fram minnisblað dagsett 5. febrúar 2020 vegna endurskoðunar á leiðakerfi SVA.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að stofnaður verði launaður vinnuhópur um endurskoðun á leiðakerfinu.

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir starfshóp.
Bæjarráð samþykkir stofnun starfshóps um endurskoðun á leiðakerfi SVA með fimm samhljóða atkvæðum. Bæjarráð tilnefnir Guðmund Baldvin Guðmundsson og Evu Hrund Einarsdóttur sem fulltrúa bæjarráðs í starfshópinn. Jafnframt felur bæjarráð formanni bæjarráðs að ganga frá erindisbréfi fyrir starfshópinn.

5.Evrópskt hlaup fatlaðra 2020

Málsnúmer 2020010590Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. janúar 2020 frá Jerzy Chrabecki f.h. Integrative Meetings of Friends þar sem óskað er eftir stuðningi vegna Evrópuhlaups fatlaðra.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að svara því.

6.Húsbyggingasjóður Þroskahjálpar - könnun á hugsanlegu samstarfi

Málsnúmer 2020020322Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 10. febrúar 2020 frá Friðriki Sigurðssyni f.h. húsbyggingasjóðs Landssamtakanna Þroskahjálpar þar sem þau sveitarfélög sem óska eftir viðræðum við sjóðinn um hugsanlega aðkomu hans að uppbyggingu á hentugu húsnæði fyrir fatlað fólk í sveitarfélaginu á árabilinu 2021-2025 eru beðin um að hafa samband við sjóðinn eigi síðar en 2. mars nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að óska eftir viðræðum við bréfritara.

7.Lánasjóður sveitarfélaga - auglýst eftir framboðum í stjórn

Málsnúmer 2020020407Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 12. febrúar 2020, þar sem óskað er eftir framboðum til stjórnar og varastjórnar Lánasjóðsins. Tilnefningar og/eða framboð skulu send fyrir kl. 12:00 þann 4. mars nk. á netfang Erlings Ásgeirssonar: erling.asgeirsson@simnet.is.
Ásthildur Sturludóttir vék af fundi kl. 09:55.

8.Greið leið ehf - aukaaðalfundur 2020

Málsnúmer 2020020493Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. febrúar 2020 frá Helgu Maríu Pétursdóttur stjórnarformanni Greiðrar leiðar ehf þar sem boðað er til aukaaðalfundar Greiðrar leiðar ehf sem haldinn verður þriðjudaginn 25. febrúar nk. í fundarsal KEA, Glerárgötu 36, Akureyri. Fundurinn hefst kl. 11:00.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

9.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020010349Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 13. febrúar 2020.
Bæjarráð vísar liðum 1, 3, 4, 5 og 7 til umhverfis- og mannvirkjaráðs, lið 2 er vísað til samfélagssviðs til skoðunar, lið 8 til bæjarstjóra og lið 9 til fjölskyldusviðs. Liður 6 er lagður fram til kynningar.

10.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020020118Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 31. janúar 2020.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx
Bæjarráð tekur undir eftirfarandi bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjármögnun hjúkrunarheimila:

Stjórn sambandsins lýsir verulegum áhyggjum yfir stöðu viðræðna um samninga vegna hjúkrunarheimila og hvernig samskipti aðila hafa þróast á undanförnum mánuðum. Óviðunandi er að ríkið neyti aflsmunar í þessum samskiptum og þvingi ítrekað fram niðurskurð á greiðslum til verkefna sem eru á ábyrgð ríkisins samkvæmt lögum. Þannig er þrýst á sveitarfélögin að niðurgreiða þá þjónustu sem þau veita í umboði ríkisins.

Það er eðlileg krafa að rekstraraðilum hjúkrunarheimila verði tryggt fjármagn í takti við þjónustuþyngd og þarfir íbúa. Einnig þarf að taka tillit til staðbundinna aðstæðna sem einkum reynir á hjá hjúkrunarheimilum sem rekin eru með tengingu við sveitarfélög.

Í nýgerðu samkomulagi milli Sjúkratrygginga Íslands annars vegar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og sambandsins hins vegar, er kveðið á um að aðilar láti í sameiningu kanna rekstrarskilyrði hjúkrunarheimila. Stjórn sambandsins leggur áherslu á að sú vinna skapi nýjan grundvöll fyrir viðræður aðila, þar sem horft verði til þeirra faglegu krafna sem gerðar eru til þjónustunnar, og jafni þann aðstöðumun sem verið hefur í viðræðunum. Til þess að árangur náist í þeirri vinnu er nauðsynlegt að fá hlutlausan þriðja aðila til að annast greiningarvinnu og þá vinnu þarf að fjármagna. Vert er að undirstrika að heildarkostnaður við þjónustu hjúkrunarheimila er metinn á rúma 32 milljarða króna. Þegar slíkir hagsmunir eru í húfi er mikilvægt að vandað sé til verka með það að markmiði að full sátt náist að vinnu lokinni.

Stjórnin minnir að lokum á að fjárveitingarvaldið liggur hjá Alþingi sem lýst hefur ríkum skilningi á að leiðrétta þurfi rekstrargrundvöll þeirrar mikilvægu þjónustu sem veitt er á hjúkrunar- og dvalarheimilum.

Bæjarráð telur að ekki verði við núverandi ástand unað og að óbreyttu sér bæjarráð ekki aðra leið færa en að skila rekstri öldrunarheimila til ríkisins sem ber með lögum ábyrgð á rekstrinum.

11.Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga í samráðsgátt

Málsnúmer 2020020405Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem hafa verið birt í Samráðsgátt.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drögin, eigi síðar en 27. febrúar 2020.

Drögin má finna á slóðinni: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2618

Einnig er vísað í frétt um málið: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/12/Frumvarp-um-lagmarksibuafjolda-i-samradsgatt/
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn vegna málsins í samræmi við umræður á fundinum.

12.Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál

Málsnúmer 2020020410Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 12. febrúar 2020 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál, 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0119.html

Fundi slitið - kl. 10:28.