Bæjarráð

3720. fundur 18. mars 2021 kl. 08:15 - 09:53 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Vinnuskóli 2021

Málsnúmer 2021030469Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjölda tíma hjá ungmennum í vinnuskólanum í sumar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum tillögu að tímafjölda ungmenna í vinnuskóla sumarið 2021 sem hér segir: 8. bekkur 105 tímar, 9. bekkur 120 tímar, 10. bekkur 140 tímar og 17 ára 200 tímar.
Halla Björk Reynisdótir mætti til fundar kl. 08:29.

2.Sérstaka átakið 2021

Málsnúmer 2021030598Vakta málsnúmer

Kynnt staða átaksverkefnis 102 1980.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Þjónustugátt Akureyrarbæjar - yfirlit notkunar

Málsnúmer 2021031062Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir notkun þjónustugáttar árið 2020 og þróun notkunar frá árinu 2017.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð fagnar þeim árangri sem náðst hefur í fjölgun aðgerða sem íbúar geta nú sinnt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar. Bæjarráð hvetur stjórnendur bæjarins til að fjölga þessum aðgerðum enn frekar og spara þannig íbúum og fyrirtækjum spor og tíma. Jafnframt óskar bæjarráð eftir tímasettri aðgerðaáætlun um frekari úrbætur frá sviðsstjórum.


4.SVA - leiðakerfi 2020

Málsnúmer 2020020042Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 12. mars 2021:

Minnisblað dagsett 10. mars 2021 varðandi nýtt leiðanet SVA.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar, Jón Þór Kristjánsson verkefnisstjóri upplýsingamiðlunar og Daði Baldur Ottósson samgönguverkfræðingur á samfélagssviði EFLU sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir nánari útfærslu og kostnaðargreiningu á nýju leiðaneti og vísar málinu til umræðu í bæjarráði.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og forstöðumanni umhverfismiðstöðvar að afla frekari gagna vegna málsins.

5.Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar

Málsnúmer 2020040564Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi yfirfærslu rekstrar Öldrunarheimila Akureyrar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

6.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 2019040271Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks dagsettri 9. mars 2021:

Umræða um aðgengismál á Akureyri, staðan í dag og verkefni til framtíðar.

Leifur Þorsteinsson skipulagssviði og Jón Heiðar Jónsson sátu fundinn undir þessum lið.

Samráðshópurinn þakkar gestunum fyrir fróðleg innlegg í umræðuna og óskar að fært sé til bókar eftirfarandi ályktun:

Gildandi reglugerð um aðgengi fatlaðs fólks á að tryggja að allt nýtt húsnæði sé hannað með gott aðgengi í huga. Einnig þarf að huga vel að aðgengi við hönnun svæða utandyra. Nauðsynlegt er að skipulagsyfirvöld séu vakandi fyrir því að endurbætur á gömlu húsnæði mæti sömu reglugerðum og þörfum fatlaðra eins og kostur er.

Mikilvægt er að aðgengi að mannvirkjum Akureyrarbæjar sé gott allt árið um kring þannig að snjór hamli ekki för, einnig er farið fram á að sérinngangar fyrir fatlað fólk séu ekki notaðir sem geymslur. Bent er á að bílastæði í bænum þurfa að uppfylla skilyrði um rými þannig að nóg pláss sé til að komast í og úr bílnum án þess að vera í hættu.

Hópurinn skorar á bæjaryfirvöld að gera úttekt á aðgengismálum í sveitarfélaginu á þessu ári með áherslu á miðbæinn auk íþróttamannvirkja, menningarstofnana og bílastæða.
Bæjarráð vísar þessum lið til umhverfis- og mannvirkjaráðs og skipulagsráðs.

7.Bæjarráð - starfs- og fundaáætlun

Málsnúmer 2019020197Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaáætlun bæjarráðs apríl til desember 2021.
Bæjarráð samþykkir fundaáætlun apríl til desember 2021.

8.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál

Málsnúmer 2021030576Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 8. mars 2021 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/305.html

9.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál

Málsnúmer 2021030595Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 8. mars 2021 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 22. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0941.html
Bæjarráð vísar málinu til velferðarsviðs.

10.Frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl. nr. 35/1970 með síðari breytingum, 470. mál

Málsnúmer 2021030712Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 9. mars 2021 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970, með síðari breytingum, 470. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0793.html

11.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 (beiting nauðungar), 563. mál

Málsnúmer 2021031054Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. mars 2021 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 (beiting nauðungar), 563. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0943.html

Fundi slitið - kl. 09:53.