Skipulagsnefnd

244. fundur 12. október 2016 - 11:12 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Tryggvi Gunnarsson
  • Stefán Friðrik Stefánsson
  • Vilberg Helgason
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Tryggvi Gunnarsson S-lista mætti í forföllum Ólínar Freysteinsdóttur.
Stefán Friðrik Stefánsson D-lista mætti í forföllum Sigurjóns Jóhannessonar.

Formaður bar upp ósk um að taka lið 9, Hafnarstræti 69 - tenging við Hótel Akureyri, fyrirspurn, af dagskrá og var það samþykkt.

1.Austurbrú 2-12 - umsókn um hækkun á nýtingarhlutfalli

Málsnúmer 2016080057Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. ágúst 2016 þar sem Sigmundur Ófeigsson fyrir hönd Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, óskar eftir leyfi til að hækka nýtingarhlutfall á lóðunum við Austurbrú, númer 2-12 til að nýta ónýtt rými í kjallara. Ekki er verið að auka grunnflöt húsanna. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram breytingu á deiliskipulagi á fundi 24. ágúst 2016. Tillagan er unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu, dagsett 29. septemer 2016.
Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Einungis er um að ræða minniháttar aukningu á nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Þrumutún 8 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016090037Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Margrétar Stefánsdóttur, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Þrumutún 8 vegna byggingar sólstofu. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu á fundi 14. september 2016. Tillagan er dagsett 12. október 2016 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Stekkjartún 32-34 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016100044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. október 2016 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, óskar eftir að heimilt verði að breyta deiliskipulagi fyrir lóð nr. 32-34 við Stekkjartún. Breytingin felst í að íbúðum fjölgi úr 20 í 22 og að stigahús megi fara 1,5 m út fyrir byggingarreit. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í stækkun stigahússins en hafnar erindinu að öðru leyti. Íbúðum hefur þegar verið fjölgað frá upprunalegu deiliskipulagi úr 12 í 20.

4.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Melgerðisás

Málsnúmer 2016060068Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna Melgerðisáss, var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar frá 7. september og í þjónustuanddyri Ráðhúss. Auglýsing var birt í Dagskránni 14. september 2016.

Þrjár ábendingar bárust:

1) Jóhannes Árnason, dagsett 7. september 2016.

Jóhannes spyr hvort sé verjandi að ráðstafa svæðinu öllu undir íbúðabyggð þegar lítur út fyrir að enginn leikskóli muni verða í hverfinu. Þétting byggðar er til að nýta landið betur og auka hagkvæmni til dæmis grunnskóla í hverfinu, en þá þarf að hafa leikskóla líka fyrir þau börn sem eiga heima í hverfinu.

2) Unnsteinn Jónsson, dagsett 22. september 2016.

a) Reit 1.33.16 O ætti að stækka til suðausturs alveg að götu/göngustíg sem er á milli Skarðshlíðar og Hörgárbrautar og byggja meira þarna. Breyta þarf götu/göngustíg í götu með gangstétt. Suðaustan við þessa götu má einnig byggja milli þeirra tveggja húsa sem þar eru.

b) Á reit 1.33.4 þarf að skoða með að leggja af leiksvæði og byggja þar í staðinn.

3) Jónas Valdimarsson, dagsett 14. september 2016.

Óskað er eftir að á reit 1.33.17 ÍB verði efri mörk í þéttleikaviðmiðun lækkuð úr 10 íb/ha niður í 6 íb/ha þannig að ekki verði gert ráð fyrir allt að 16 íbúðum á þessu þrönga svæði.


Sjö umsagnir bárust

1) Vegagerðin, dagsett 16. september 2016.

Engin athugasemd er gerð.

2) Skipulagsstofnun, dagsett 19. september 2016.

Skipulagsstofnun bendir á að við gerð skipulagstillögunnar og umhverfismat hennar þarf að gera nánari grein fyrir stærðum landnotkunarreita. Skýra þarf niðurstöðu um breytingu á stærð opins svæðis til sérstakra nota reit 1.33.5 O, Kvenfélagsgarðsins.

3) Minjastofnun Íslands, dagsett 21. september 2016.

Fram kemur í skipulagslýsingunni að tekið verði mið af skráðum menningarminjum við gerð deiliskipulagsins á svæðinu í samráði við Minjastofnun Íslands. Því er ekki gerð athugasemd við skipulagslýsinguna.

4) Ungmennafélag Akureyrar, dagsett 27. september 2016.

Ungmennafélag Akureyrar óskar eftir tillögum og skýringum á hvar áætlað er að byggja kastæfingasvæði áður en það sem fyrir er verður tekið undir íbúðabyggð.

5) Skólanefnd, dagsett 19. september 2016.

Skólanefnd fagnar áformum um uppbyggingu en samhliða er mikilvægt að huga að uppbyggingu leikskóla í hverfinu. Skipulagsnefnd er hvött til að hafa náið samráð við skólanefnd við útfærslu lóðamarka til austurs þannig að ekki skerðist framtíðarmöguleikar Glerárskóla að vaxa og dafna.

6) Íþróttafélagið Þór, dagsett 28. september 2016.

a) Ekki kemur fram hvert á að færa kastsvæði UFA.

b) Svæði sem skilgreind eru sem íþrótta- og æfingasvæði á að halda í þeirri notkun.

c) Mögulegt er að byggja á þeim hluta 1,33,16 O sem er untan núverandi notkunarsvæði, þ.e. á öðrum hlutum reitsins en sléttlendinu.

d) Einnig er mögulegt að byggja líka á svæðinu suð-austan við reit 1.33.16 O að götu/göngustíg sem liggur þar.

e) Félagið er hlynnt því að gert sé ráð fyrir þéttingu byggðar á reit 1.33.17 ÍB. En ef lóðir verða alveg að svæði félagsins gæti hæðarmunur orðið nokkur. Óhjákvæmilegt er að fótboltar fara út fyrir girðingar.

7) Íþróttaráð, dagsett 6. október 2016.

Ekki eru gerðar athugasemdir en óskað er eftir samráði um framtíðarlausn fyrir kast- og æfingasvæði UFA samhliða breytingum á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd vísar innkomnum athugasemdum og umsögnum til vinnslu aðalskipulagsbreytinga á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og felur skipulagsstjóra að gætt verði samræmis við gerð Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030.

Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista óskar bókað að hann telji að kastæfingasvæði eigi ekki að vera skilgreint sem íbúðabyggð í aðalskipulagi á meðan ekki er útfært hvar því verði komið fyrir.

5.Oddeyri - rammahluti aðalskipulags

Málsnúmer 2015080022Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta að rammaskipulagi Oddeyrar. Lilja Filippusdóttir mætti á fundinn og kynnti.
Skipulagsnefnd þakkar Lilju fyrir kynninguna og samþykkir að haldinn verði kynningarfundur á skipulagstillögunni og felur skipulagsdeild undirbúning hans.

6.Þjónustumiðstöð - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2016080043Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. september 2016 þar sem Kristján Ingvarsson vekur athygli skipulagsnefndar á þörf fyrir meiri þjónustu við íbúa Naustahverfis. Bent er á möguleika á byggingu þjónustumiðstöðvar í Naustahverfi sunnan við Bónus. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundum 14. september og 28. september 2016.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir ábendinguna, en telur ekki tímabært að breyta deiliskipulagi svæðisins að svo stöddu.

Tryggvi Gunnarsson S-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

7.Hafnarstræti 97 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016030018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. mars 2016 þar sem Árni Árnson fyrir hönd Viðhalds og Nýsmíðar ehf., kt. 431194-2879, leggur inn fyrirspurn varðandi viðbyggingu við hús nr. 97 við Hafnarstræti. Skipulagsnefnd tók neikvætt í erindið á fundi 9. mars 2016, m.a. vegna bílastæðamála. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 1. júní 2016.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem hækkun hússins samræmist ekki hlutföllum og yfirbragði aðliggjandi byggðar við Gilsbakkaveg og Oddagötu.

8.Réttarhvammur - Rangárvellir - fyrirspurn um göngu- og hjólastíg

Málsnúmer 2016100020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. október 2016 þar sem Baldur Dýrfjörð fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, óskar eftir að metið verði hvort nýr göngu- og hjólastígur frá Réttarhvammi að Rangárvöllum væri skipulagsskyldur. Meðfylgjandi er greinargerð vegna forhönnunar stígsins, uppdráttur og forkostnaðaráætlun, dagsett 8. júní 2016 og unnið af Ingvari Ívarssyni hjá Landslagi.
Skipulagsnefnd telur að stígurinn sé ekki skipulagsskyldur. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem óbyggt svæði. Sækja þarf um framkvæmdaleyfi fyrir gerð stígsins.

9.Verklagsreglur vegna stöðuleyfis gáma

Málsnúmer 2015080104Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkti 26. ágúst 2015 að gerðar yrðu verklagsreglur um leyfisveitingar fyrir gáma. Lögð voru fram drög að verklagsreglum. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016. Drög að verklagsreglum voru lagðar fram til kynningar.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

10.Kaupvangsstræti 14 - umsókn um breytingu á rými

Málsnúmer 2016090151Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. september 2016 þar sem Rögnvaldur Kristinn Sigurðsson fyrir hönd Fasteigna ehf., kt. 581088-1409, sækir um að breyta jarðhæð hússins Kaupvangsstræti 14 í gistiskála. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsnefnd telur að breytt notkun samræmist skipulagi og vísar afgreiðslu byggingarleyfis til skipulagsstjóra.

11.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 6. október 2016. Lögð var fram fundargerð 603. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:12.