Skipulagsnefnd

248. fundur 07. desember 2016 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Vilberg Helgason
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Eva Reykjalín Elvarsdóttir L-lista boðaði forföll og líka varamaður hennar Helgi Snæbjarnarson.

1.Oddeyri - rammahluti aðalskipulags

Málsnúmer 2015080022Vakta málsnúmer

Drög að rammahluta aðalskipulags fyrir Oddeyri voru kynnt þann 26. október 2016 samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri í Ráðhúsi Akureyrar. Kynningarfundur var haldinn 2. nóvember 2016. Frestur til að senda inn ábendingar var til 23. nóvember 2016.

Ábendingar bárust á kynningartíma og er úrdráttur úr þeim í meðfylgjandi skjali. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016.
Í kjölfar kynningar bárust 9 ábendingar og 2 umsagnir. Skipulagsnefnd þakkar innkomnar ábendingar og umsagnir og voru þær allar teknar til skoðunar. Ábendingunum er vísað til áframhaldandi vinnu við rammaskipulagið.

2.Miðbær, hlutfall landnotkunarflokka

Málsnúmer 2016110109Vakta málsnúmer

Lagðir voru fram útreikningar skipulagsstjóra á hlutfalli íbúða, skriftofa/þjónustu, verslana, veitinga/skemmtistaða og gistiaðstöðu í miðbæ Akureyrar. Heild og skipt niður á svæði innan miðbæjarins.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

3.Skipagata 12 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. maí 2016 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. GB2015 ehf., kt. 440515-0450, sækir um breytingar fyrir Skipagötu 12. Skipulagsnefnd hafði heimilað umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 29. júní 2016.

Nýtt erindi barst 1. nóvember 2016 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. GB2015 sækir um aðrar breytingar fyrir Skipagötu 12, stækkun á byggingarreit fyrir jarðhæð og gistiheimili á efri hæðum hússins.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Brekkugata 3 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016100069Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. september 2016 þar sem Edda Bjarnadóttir f.h. Center Apartment Hotel leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að tengja saman Brekkugötu 1B og Brekkugötu 3.

Annað erindi barst dagsett 30. nóvember 2016 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. EB miðlunar slf., kt. 510512-2430, leggur fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir viðbrögðum og samstarfi skipulagsyfirvalda vegna fyrirætlunar eigenda um uppbyggingu á allt að 60 herbergja hóteli á lóðunum Brekkugötu 1, 3 og 3b.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar dagsett 30. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið í samræmi við umsögn Minjastofnunar en bendir á að breytingin krefst breytingar á deiliskipulagi miðbæjarins.

5.Gránufélagsgata 4 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016100179Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. október 2016 þar sem Sigurður Hafsteinsson spyr, fyrir hönd Arnar Þórs Jónssonar, hvort það samrýmist gildandi deiliskipulagi að reka gistirými/hótel á efri hæðum Gránufélagsgötu 4. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd telur að erindið samrýmist gildandi deiliskipulagi. Markmið deiliskipulagsins kveður á um fjölbreytta notkun húsnæðis í miðbænum, en umrædd breyting hefur lítil áhrif þar á.

6.Hafnarstræti 69 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016110132Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. nóvember 2016 þar sem Daníel Smárason fyrir hönd Hótel Akureyrar ehf., kt. 640912-0220, sækir um um lóðina nr. 69 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

7.Verklagsreglur um birtingu gagna með fundargerðum á vef Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012121174Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd óskaði eftir að taka fyrir á fundi verklagsreglur um birtingu gagna með fundargerðum á vef Akureyrarbæjar. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. nóvember 2016.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.