Sundlaug Akureyrar - útboð á rennibrautum

Málsnúmer 2014020207

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 238. fundur - 28.02.2014

Rætt um stöðu mála vegna endurnýjunar rennibrauta í sundlauginni.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að bjóða út að nýju endurnýjun á rennibrautum og lokuðu uppgöngustigahúsi í Sundlaug Akureyrar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 239. fundur - 14.03.2014

Farið yfir stöðuna á útboðinu og tilnefning tveggja nefndarmanna í dómnefnd sem metur tilboðin sem berast.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Silju Dögg Baldursdóttur L-lista og Njál Trausta Friðbertsson D-lista sem sína fulltrúa í dómnefndina.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 240. fundur - 04.04.2014

Lögð fram greinargerð dómnefndar, greinargerð dómnefndar um tæknilegar útfærslur og niðurstöður verðtilboða vegna útboðsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir tillögur dómnefnda að gengið verði til samninga við Altís ehf sem átti hagstæðasta tilboðið.

Íþróttaráð - 149. fundur - 10.04.2014

Lögð fram til kynningar niðurstaða dómnefndar og ákvörðun stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar við val á nýjum rennibrautum við Sundlaug Akureyrar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 246. fundur - 15.08.2014

Farið yfir stöðuna á væntanlegri framkvæmd við endurnýjun rennibrautanna og tilnefningu í verkefnislið fyrir framkvæmdina.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Dag Fannar Dagsson L-lista í verkefnisliðið.

Þegar hér var komið vék Ingibjörg Ísaksen B-lista af fundi.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 249. fundur - 19.09.2014

Lagt fram minnisblað dagsett 17. september 2014 frá framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar varðandi endurnýjun rennibrauta og endurbætur á sundlaugarsvæðinu við Sundlaug Akureyrar.

Íþróttaráð - 156. fundur - 25.09.2014

Lagt fram minnisblað dagsett 17. september 2014 frá framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar varðandi endurnýjun rennibrauta og endurbætur á sundlaugarsvæðinu við Sundlaug Akureyrar.

Íþróttaráð frestar erindinu til næsta fundar.

Íþróttaráð - 157. fundur - 02.10.2014

Lagt fram að nýju til kynningar minnisblað dagsett 17. september 2014 frá framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar varðandi endurnýjun rennibrauta og endurbætur á sundlaugarsvæðinu við Sundlaug Akureyrar. Áður á dagskrá íþróttaráðs 25. september sl.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 260. fundur - 17.04.2015

Lagðar fram lokatillögur að sundlaugarsvæðinu ásamt deiliskipulagstillögu dagsett 25. mars 2015. Íþróttaráð samþykkti þessar tillögur að skipulagi og endurbótum á sundlaugarsvæðinu á fundi sínum þann 9. mars 2015.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir skipulagstillögurnar og að þær verði sendar til skipulagsnefndar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 263. fundur - 26.06.2015

Lagt fram minnisblað dagsett 24. júní 2015 um áætlaðan kostnað við fyrirhugaðar framkvæmdir við sundlaugarsvæðið.
Kynnt var kostnaðaráætlun fyrir rennibrautir, nýjan pott, endurbætur á barnapotti og endurnýjun á yfirborðsefni. Stjórnin samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar hjá íþróttaráði.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 264. fundur - 07.08.2015

Sundlaug Akureyrar - samantekt fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar.
Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 24. júní 2015 um áætlaðan kostnað við fyrirhugaðar framkvæmdir við sundlaugarsvæðið.

Íþróttaráð - 171. fundur - 19.08.2015

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 24. júní 2015 um áætlaðan kostnað við fyrirhugaðar framkvæmdir við sundlaugarsvæðið. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísaði málinu til umfjöllunar í íþróttaráði á fundi sínum 26. júní 2015.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 265. fundur - 04.09.2015

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 24. júní 2015 um áætlaðan kostnað við fyrirhugaðar framkvæmdir við sundlaugarsvæðið og framkvæmdaáætlun fyrir verkið. Einnig tilnefning nefndarmanns í verkefnislið vegna framkvæmdanna.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að farið verði í endurbætur á og við barnapottinn samkvæmt framlögðum gögnum.
Stjórnin skipar Höllu Björk Reynisdóttur L-lista í verkefnisliðið vegna framkvæmdanna við Sundlaug Akureyrar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 277. fundur - 08.04.2016

Lagt fram minnisblað dagsett 6. apríl 2016 um áætlaðan kostnað við fyrirhugaðar framkvæmdir við sundlaugarsvæðið og framkvæmdaáætlun fyrir verkið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 279. fundur - 20.05.2016

Lagt fram minnisblað dagsett 18. maí 2016 um áætlaðan kostnað við fyrirhugaðar framkvæmdir við sundlaugarsvæðið og framkvæmdaáætlun fyrir verkið.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að framkvæmdin verði boðin út.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 284. fundur - 31.08.2016

Farið yfir tilboð sem bárust í iðngreinaútboði framkvæmda við endurbætur á sundlaugarsvæðinu. Eftirfarandi tilboð bárust:Iðngrein Bjóðendur Upphæð % af áætlun Yfirfarið

Jarðvinna:


Túnþökusalan Nesbræður ehf 11.766.000 119,6% 144,0%

Kostnaðaráætlun

9.836.200

Steypusögun:


Verkval

14.225.800 174,8% 189,0%

Kostnaðaráætlun

8.138.000

Burðarvirki:

Lagnir:

Loftræstilagnir:


Blikk og tækniþjónustan
11.201.300
202,0%


Kostnaðaráætlun

5.546.000

Raflagnir:


Eltech


15.380.018
85,3%


Ljósgjafinn

15.822.952
87,8%


Rafmax


12.835.428
71,2%


Kostnaðaráætlun

18.027.386Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hafnar öllum tilboðum sem eru yfir kostnaðaráætlun og samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda í raflagnahluta útboðsins Rafmax ehf.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 286. fundur - 24.10.2016

Lögð fram stöðuskýrsla 1 dagsett 23. október 2016 ásamt verksamningum vegna verksins.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir framlagða samninga og felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 287. fundur - 01.11.2016

Lögð fram tilboð sem bárust í stálsmíði vegna framkvæmda við Sundlaugina. Alls bárust 3 tilboð í verkið:Norðurstál
10.214.778
94,7%

Hamar

12.678.990
117,6%

Vélsmiðja Steindórs 9.141.000
84,8%

Kostnaðaráætlun
10.785.000
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Vélsmiðju Steindórs ehf.

Íþróttaráð - 199. fundur - 03.11.2016

Íþróttaráð heimsótti mannvirkið og skoðaði framkvæmdir.
Íþróttaráð þakkar Elínu H. Gísladóttur forstöðumanni Sundlaugar Akureyrar fyrir móttökurnar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 11. fundur - 19.05.2017

Lögð fram stöðuskýrsla 2 vegna framkvæmdanna dagsett 18. maí 2017.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 23. fundur - 01.12.2017

Lögð fram stöðuskýrsla 3 vegna framkvæmdanna dagsett 30. nóvember 2017.

Kristján Snorrason byggingastjóri á umhverfis- og mannvirkjasviði sat fundinn undir þessum lið.