Íþróttaráð

149. fundur 10. apríl 2014 kl. 14:00 - 16:11 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Ragnheiður Jakobsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örvar Sigurgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að taka á dagskrá málið Nökkvi félag siglingarmanna á Akureyri - uppbyggingarsamningur 2014-2018, sem verði 12. liður á dagskrá og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

1.Bílaklúbbur Akureyrar - umsókn um notkun á fjölnotahúsinu Boganum

Málsnúmer 2013040200Vakta málsnúmer

Erindi dags. 4. apríl 2014 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem sótt er um leyfi til notkunar á Boganum þann 17. júní 2014 til að halda hina árlegu bílasýningu félagsins.

Íþróttaráð samþykkir umsókn Bílaklúbbs Akureyrar um afnot af Boganum í tilefni Bílasýningar 17. júní nk. Bílaklúbbur Akureyrar skal fylgja eftir verklýsingu og hafa fullt samráð við umsjónarmann Bogans. Bílaklúbbur Akureyrar annast þvott á gervigrasi eftir sýninguna.

2.Endurnýjun áhalda og búnaðar í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012090204Vakta málsnúmer

Endurskoðun og umræður um tillögur forstöðumanna íþróttamannvirkja um endurnýjun og viðhald áhalda og búnaðar frá síðasta ári með tilliti til aðkomu stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar árið 2014.
Lagt fram til kynningar.

3.Frjálsíþróttasamband Íslands - beiðni um stuðning við kaup á rafmagnstímatökutækjum o.fl.

Málsnúmer 2013060115Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svar frá Jónasi Egilssyni framkvæmdastjóra Frjálsíþróttasambands Íslands, dags. 28. mars sl., við afgreiðslu íþróttaráðs 28. mars sl. á erindi frá FRÍ og UFA. Í svari Jónasar segir m.a. að í kjölfar niðurstöðu íþróttaráðs þurfi FRÍ að endurskoða mótahald á Akureyri og ljóst að ekki verður hægt að nýta völlinn í bænum undir alþjóðleg- og meistaramót að óbreyttu.

Akureyrarbær vekur athygli á að bærinn hefur byggt upp góða aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir á undanförnum árum. Meðal annars með því að bjóða upp á fullkominn tímatökubúnað. Aðstaðan er að mati íþróttaráðs með þeim betri á landinu. Íþróttaráð harmar því svar framkvæmdastjóra Frjálsíþróttasambands Íslands um að endurskoða þurfi mótahald á vegum FRÍ á vellinum vegna þess að til staðar þurfi að vera tvö sett að tímatökubúnaði. Ráðið er enn þeirrar skoðunar að viðbótar tímatökubúnaður sem nota þarf á stærstu mótum eigi ekki að vera fjármagnaður af sveitarfélögum í landinu enda hafi þau fjárfest í grunnbúnaði sem þarf til að nýta þá aðstöðu sem til er.

4.Hjólað í vinnuna 2014

Málsnúmer 2014040044Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um vinnustaðarkeppnina Hjólað í vinnuna á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands sem fer fram 7.- 27. maí nk.

Íþróttaráð fagnar átakinu Hjólað í vinnuna og að almenn þátttaka hafi verið að aukast á undanförnum árum. Íþróttaráð hvetur fyrirtæki og einstaklinga á Akureyri til þátttöku í verkefninu og taka þannig þátt í að auka almenna lýðheilsu Akureyringa. Íþróttaráð hyggst veita viðurkenningar til þeirra vinnustaða Akureyrarbæjar sem standa sig best.

5.Íþróttabandalag Akureyrar - ársþing ÍBA

Málsnúmer 2014040040Vakta málsnúmer

61. ársþing Íþróttabandalags Akureyrar fór fram 8. apríl sl. Breytingar og nýjungar af ársþinginu lagðar fram til kynningar.

6.Kvenna/jafnréttisstyrkir íþróttaráðs

Málsnúmer 2014040042Vakta málsnúmer

Drög að viðmiðum og vinnureglum vegna kvenna/jafnréttisstyrkja lögð fram til kynningar og umræðu.

7.Skipurit samfélags- og mannréttindadeildar

Málsnúmer 2014040038Vakta málsnúmer

Drög að skipuriti samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrarbæjar kynnt fyrir íþróttaráði. Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdarstjóri samfélags- og mannréttindadeildar og Hlín Bolladóttir formaður samfélags- og mannréttindaráðs sátu fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Katrínu Björgu og Hlín fyrir komuna á fundinn.

Íþróttaráð samþykkir skipurit samfélags- og mannréttindadeildar fyrir sitt leyti og vísar málinu til samfélags- og mannréttindaráðs.

8.Sundlaug Akureyrar - opnunartímar

Málsnúmer 2012020044Vakta málsnúmer

Framhald á umræðu um aukin afgreiðslutíma í Sundlaug Akureyrar. Málið var áður á dagskrá íþróttaráðs 16. janúar 2014.

Íþróttaráð samþykkir að hafa miðnæturopnun í tengslum við Jónsmessu í tilraunaskyni í Sundlaug Akureyrar.

Íþróttaráð leggur til að föstudagurinn 20. júní 2014 verði fyrir valinu og felur forstöðumanni Sundlaugar Akureyrar að útfæra málið.

9.Sundlaug Akureyrar - útboð á rennibrautum

Málsnúmer 2014020207Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar niðurstaða dómnefndar og ákvörðun stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar við val á nýjum rennibrautum við Sundlaug Akureyrar.

10.Tennissamband Íslands - umsókn um styrk til uppbyggingar aðstöðu fyrir tennis

Málsnúmer 2014030276Vakta málsnúmer

Umsókn frá Tennissambandi Íslands og Knattspyrnufélagi Akureyrar dags. 15. mars sl. um styrk til uppbyggingar aðstöðu fyrir tennis á Akureyri. Sótt um styrk að upphæð kr. 150.000 fyrir námskeið og kynningu.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

11.Blakdeild KA - umsókn um styrk vegna öldungablakmóts 2014 á Akureyri

Málsnúmer 2014040051Vakta málsnúmer

Erindi ódags. frá blakdeild KA þar sem óskað er eftir styrk vegna húsaleigu.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar ráðsins.

12.Nökkvi félag siglingarmanna á Akureyri - uppbyggingarsamningur 2014-2018

Málsnúmer 2014010269Vakta málsnúmer

Drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við Nökkva félag siglingarmanna á Akureyri lögð fram.

Íþróttaráð samþykkir drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við Nökkva og vísar honum til bæjarráðs.

Þorvaldur Sigurðsson L-lista vék af fundi kl. 15:59.

Fundi slitið - kl. 16:11.