Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

263. fundur 26. júní 2015 kl. 08:15 - 10:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Jón Orri Guðjónsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri
  • Steindór Ívar Ívarsson verkefnastjóri viðhalds
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Stöðuskýrslur FA 2015

Málsnúmer 2015040077Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 4 fyrir stjórn FA dagsett 24. júní 2015.

2.Skautahöllin - endurnýjun á svelli

Málsnúmer 2015020134Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 24. júní 2015 um stöðuna á hönnun vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Kynnt var kostnaðaráætlun fyrir endurnýjun á skautasvelli og stækkun á æfingarými innadyra í Skautahöllinni.
Stjórnin samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar hjá íþróttaráði.
Ingibjörg Ólöf Isaksen, B-lista, vék af fundi eftir umræður og afgreiðslu þessa liðar.

3.Sundlaug Akureyrar - endurnýjun rennibrauta og sundlaugarsvæðis

Málsnúmer 2014020207Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 24. júní 2015 um áætlaðan kostnað við fyrirhugaðar framkvæmdir við sundlaugarsvæðið.
Kynnt var kostnaðaráætlun fyrir rennibrautir, nýjan pott, endurbætur á barnapotti og endurnýjun á yfirborðsefni. Stjórnin samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar hjá íþróttaráði.

4.Grímsey - beiðni um sparkvöll í Grímsey

Málsnúmer 2015060187Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir 7. liður í fundargerð 20. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 22. apríl 2015 sem bæjarráð vísaði til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar á fundi sínum þann 21. maí sl. þar sem hverfisráðið óskar eftir því að gerður verði sparkvöllur í Grímsey.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til umfjöllunar í íþróttaráði.

5.Verkfundargerðir FA 2015

Málsnúmer 2015010093Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Naustaskóli kennaraálma: 7. og 8. verkfundur dags. 5. og 19. júní 2015.
Naustaskóli íþróttahús: 1.- 4. verkfundur dags. 22. apríl, 8. maí, 5. og 19. júní 2015.
Nökkvi uppbyggingarsamningur: 5. fundur verkefnisliðs dags. 12. júní 2015.
Skautahöll endurnýjun á svelli: 6.- 9. fundur verkefnisliðs dags. 3., 9., 10. og 16. júní 2015.
Þ99 kjallari: 3. verkfundur dags. 15. júní 2015.

Fundi slitið - kl. 10:00.