Íþróttaráð

199. fundur 03. nóvember 2016 kl. 14:00 - 16:06 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Árni Óðinsson varaformaður
  • Birna Baldursdóttir
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Fundurinn hófst og endaði í Rósenborg.

Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista boðaði forföll og varamaður hennar átti ekki heimangengt.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir V-lista mætti í forföllum Guðrúnar Þórsdóttur.

1.Nökkvi siglingaklúbbur - framkvæmdir vegna uppbyggingarsamnings

Málsnúmer 2015030205Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar hugmyndir að framkvæmdum á félagssvæði Nökkva.
Íþróttaráði líst vel á framkomnar hugmyndir á félagssvæði Nökkva.

Íþróttaráð óskar eftir framkvæmda- og kostnaðaráætlun frá Fasteignum Akureyrarbæjar.

2.Naustaskóli - íþróttahús

Málsnúmer 2015020029Vakta málsnúmer

Íþróttaráð heimsótti mannvirkið og skoðaði aðstæður eftir framkvæmdir.
Íþróttaráð þakkar fyrir góðar móttökur í nýju og glæsilegu íþróttahúsi Naustaskóla.

Íþróttaráð leggur til að fallið verði frá tillögum aðgerðahóps bæjarráðs varðandi opnunartíma íþróttahús Naustaskóla og að íþróttahúsið verði tekið í almenna notkun utan skólatíma frá og með 1. janúar 2017.

Íþróttaráð óskar eftir heimild bæjarráðs til að áætla aukið fjármagn til reksturs mannvirkisins árið 2017.

3.Skautahöllin - nýtt svell

Málsnúmer 2015020134Vakta málsnúmer

Íþróttaráð heimsótti mannvirkið og skoðaði aðstæður eftir endurbætur.
Íþróttaráð fagnar því að nýtt og glæsilegt skautasvell er komið í notkun í Skautahöll Akureyrar.

Íþróttaráð þakkar Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdastjóra SA fyrir skoðunarferðina um mannvirkið.

4.Boginn - endurnýjun á gervigrasi

Málsnúmer 2015120126Vakta málsnúmer

Íþróttaráð heimsótti mannvirkið og skoðaði aðstæður eftir endurbætur.
Íþróttaráð fagnar glæsilegum endurbótum í Boganum.

Íþróttaráð þakkar Valdimari Pálssyni framkvæmdastjóra Þórs fyrir mótttökurnar.

5.Sundlaug Akureyrar - endurnýjun rennibrauta og sundlaugarsvæðis

Málsnúmer 2014020207Vakta málsnúmer

Íþróttaráð heimsótti mannvirkið og skoðaði framkvæmdir.
Íþróttaráð þakkar Elínu H. Gísladóttur forstöðumanni Sundlaugar Akureyrar fyrir móttökurnar.

Fundi slitið - kl. 16:06.