Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

287. fundur 01. nóvember 2016 kl. 09:30 - 11:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Jón Orri Guðjónsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri
  • Steindór Ívar Ívarsson verkefnastjóri viðhalds
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá
Jón Orri Jónsson D-lista mætti í forföllum Njáls Trausta Friðbertssonar.

1.Stöðuskýrslur FA 2016

Málsnúmer 2016040037Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 5 fyrir stjórn FA dagsett 27. október 2016.

2.Fjárhagsáætlun 2017 - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2016080126Vakta málsnúmer

Unnið áfram að nýframkvæmdaáætlun áranna 2017-2019 hjá Fasteignum Akureyrarbæjar.
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir þriggja ára áætlun án Samgöngumiðstöðvar.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista og Jón Orri Guðjónsson D-lista sátu hjá við afgreiðsluna.



Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir áætlun um Samgöngumiðstöð.

Jón Orri Guðjónsson D-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista greiddi atkvæði á móti og óskar bókað:

Í samstarfssamningi meirihlutaflokkana í bæjarstjórn Akureyrar er kveðið á um byggingu umferðarmiðstöðvar á kjörtímabilinu. Samfylkingin telur mikilvægt að framkvæmdir dragist ekki mikið lengur. Brýnt er að koma samgöngumálum til og frá bænum sem og innanbæjar á einn stað. Uppbygging miðbæjarins er ein af meginástæðum þess að það þarf að huga að þessari framkvæmd. Einnig má benda á að gríðarleg slysahætta er við stoppustöð strætó við Hof og við henni verður að bregðast áður en alvarleg slys verða.



Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista óska bókað:

Gert er ráð fyrir fjármagni í hönnun á árinu 2017 og að framkvæmdir hefjist árið 2018.



Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista óskar bókað:

Ítrekar að ráðast þurfi í framkvæmdir við umferðarmiðstöðina á næsta ári.

3.Ófyrirséð viðhald - útboð 2014

Málsnúmer 2014110022Vakta málsnúmer

Rætt um væntanlegt útboð á ófyrirséðu viðhaldi.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að leggja til við verktaka framlengingu á núverandi samningum um eitt ár.

4.Sundlaug Akureyrar - endurnýjun rennibrauta og sundlaugarsvæðis

Málsnúmer 2014020207Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð sem bárust í stálsmíði vegna framkvæmda við Sundlaugina. Alls bárust 3 tilboð í verkið:



Norðurstál
10.214.778
94,7%

Hamar

12.678.990
117,6%

Vélsmiðja Steindórs 9.141.000
84,8%









Kostnaðaráætlun
10.785.000
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Vélsmiðju Steindórs ehf.

5.Naustaskóli - íþróttahús

Málsnúmer 2015020029Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 3 fyrir framkvæmdina dagsett 27. október 2016.

6.Boginn - endurnýjun á gervigrasi

Málsnúmer 2015120126Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 1 fyrir framkvæmdina dagsett 27. október 2016.

7.Skautahöllin - nýtt svell

Málsnúmer 2015020134Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 3 fyrir framkvæmdina dagsett 27. október 2016.

8.Verkfundargerðir FA 2016

Málsnúmer 2016010153Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:

Boginn gervigras: 5.- 12. fundur verkefnisliðs dagsettir 3. maí, 22. júní, 27. júlí, 23. og 31. ágúst, 6. september og 5. október 2016.

Listasafn: 13.- 16. fundur verkefnisliðs dagsettir 26. maí, 12. júlí, 30. ágúst og 4. september 2016.

Leiguíbúðir fyrir fatlað fólk: 1.- 5. fundur verkefnisliðs dagsettir 7. og 29. mars, 28. og 29. júní og 21. júlí 2016.

Naustaskóli íþróttahús: 17.- 21. verkfundur dagsettir 1., 15. og 27. apríl, 16. og 29. júní 2016.

Nökkvi: 6.- 7. fundur verkefnisliðs dagsettir 9. febrúar og 27. júní 2016.

Samgöngumiðstöð: 1.- 8. fundur verkefnisliðs dagsettir 26. febrúar, 14. og 20. apríl, 12. og 31. maí, 21. og 28. júní og 31. ágúst 2016.

Skautahöll verkfundir Áveitan ehf: 11. verkfundur dagsettur 8. júlí 2016.

Sundlaug Akureyrar rennibrautir verkefnislið: 11. fundur verkefnisliðs dagsettur 11. október 2016.

Sundlaug Akureyrar rennibrautir Altís ehf: 1. verkfundur dagsettur 18. október 2016.

Fundi slitið - kl. 11:50.