Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

260. fundur 17. apríl 2015 kl. 08:15 - 10:00 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri
  • Steindór Ívar Ívarsson verkefnastjóri viðhalds
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá
Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista mætti ekki á fundinn og ekki varamaður í hans stað.

1.Stöðuskýrslur FA 2015

Málsnúmer 2015040077Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 1 fyrir stjórn FA dagsett 26. mars 2015 ásamt yfirferð á nýframkvæmdaáætlun dagsett 14. apríl 2015.

2.Þórunnarstræti 99 - aðstaða fyrir Skátafélagið Klakk í kjallara

Málsnúmer 2014080046Vakta málsnúmer

Farið yfir þau tilboð sem bárust í verkgreinaútboði fyrir framkvæmdina og lagt til að samið verði við lægstbjóðendur í hverri iðngrein fyrir sig.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Dagur Fannar Dagsson L-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Dagur Fannar Dagsson L-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að samið verði við eftirfarandi aðila:
Varmastýringu ehf í lagnahlutann, Blikk- og tækniþjónustuna ehf í loftræstihlutann, Eltec ehf í rafmagnshlutann, L&S Verktaka í húsasmíða- og innréttingahlutann,
Viðar Þór Pálsson í dúkalagnahlutann og Litblæ ehf í málningarhlutann.

3.Skautahöllin - endurnýjun á svelli

Málsnúmer 2015020134Vakta málsnúmer

Farið yfir þau verð sem bárust vegna burðarþols- og lagnahönnunar fyrir Skautahöllina. Verð bárust frá þremur aðilum:


Bjóðendur - Upphæð - % af áætlun:

Efla - kr. 11.900.000 - 148,8%
Mannvit kr. 7.628.500 - 95,4%
Verkís - kr. 6.045.000 - 75,6%
Verkís frávik 1 vegna tímasetningar - kr. 5.797.000 - 72,5%
Verkís frávik 2 vegna tímasetningar - kr. 5.487.000 - 68,6%



Kostnaðaráætlun - kr. 8.000.000 - 100%
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda Verkís ehf.

4.Búnaðarkaup fyrir íþróttamannvirki - óskir íþróttaráðs um aðkomu Fasteigna Akureyrarbæjar að endurnýjun búnaðar

Málsnúmer 2015030182Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 9. apríl 2015 frá íþróttaráði þar sem óskað er eftir fjárveitingu til búnaðarkaupa vegna Landsmóts UMFÍ í íþróttamannvirkjum.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir fjárveitingu til búnaðarkaupa að upphæð 15 milljónir króna með fyrirvara um samþykki íþróttaráðs fyrir leigugreiðslum vegna búnaðarkaupanna.

5.Naustaskóli - breytingar vegna áforma um að staðsetja til frambúðar tvær deildir Naustatjarnar í Naustaskóla

Málsnúmer 2015040081Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 20. febrúar 2015 frá skóladeild um framtíð leikskóladeilda Naustatjarnar í húsnæði Naustaskóla.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tekur jákvætt í erindið en ljóst er að það rúmast ekki innan framkvæmdaáætlunar ársins 2015.

6.Listasafn - endurbætur 2015

Málsnúmer 2014010168Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á verkefninu og kynntur hugarflugsfundur um framtíðarsýn Listasafnsins sem haldinn verður í næstu viku.

7.Nökkvi siglingaklúbbur - framkvæmdir vegna uppbyggingarsamnings

Málsnúmer 2015030205Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 15. apríl 2015 vegna framkvæmdanna.

8.Sundlaug Akureyrar - endurnýjun rennibrauta

Málsnúmer 2014020207Vakta málsnúmer

Lagðar fram lokatillögur að sundlaugarsvæðinu ásamt deiliskipulagstillögu dagsett 25. mars 2015. Íþróttaráð samþykkti þessar tillögur að skipulagi og endurbótum á sundlaugarsvæðinu á fundi sínum þann 9. mars 2015.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir skipulagstillögurnar og að þær verði sendar til skipulagsnefndar.

Fundi slitið - kl. 10:00.