Íþróttaráð

157. fundur 02. október 2014 kl. 14:00 - 16:45 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Sigurjón Jónasson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Dagskrá

1.Sundlaug Akureyrar - endurnýjun rennibrauta 2014

Málsnúmer 2014020207Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju til kynningar minnisblað dagsett 17. september 2014 frá framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar varðandi endurnýjun rennibrauta og endurbætur á sundlaugarsvæðinu við Sundlaug Akureyrar. Áður á dagskrá íþróttaráðs 25. september sl.

2.Fimleikafélag Akureyrar - ósk um fjármagn til kaupa á nýrri yfirdýnu og dúk á fiberdýnu

Málsnúmer 2014090183Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 18. september 2014 frá Erlu Ormarsdóttur framkvæmdastjóra Fimleikafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir nýrri yfirdýnu og dúk yfir fiberdýnuna í fimleikaaðstöðunni í íþróttamiðstöðinni í Giljaskóla. Erindið var áður á dagskrá íþróttaráðs 25. september sl.

Íþróttaráð óskar eftir fjármagni frá stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar til endurnýjunar búnaðar í íþróttamiðstöð Giljaskóla samanber erindi Fimleikafélags Akureyrar.

3.Fjárhagsáætlun 2015 - íþróttaráð

Málsnúmer 2014080009Vakta málsnúmer

Unnið að fjárhagsáætlun, 3ja ára áætlun og gjaldskrám fyrir starfsárið 2015.

Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög fjárhagsáætlun íþróttamála og gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki fyrir starfsárið 2015 og 3ja ára áætlun fyrir árin 2016-2018 og vísar drögunum til bæjarráðs.

Íþróttaráð óskar eftir fjármagni úr Eignasjóði Akureyrarbæjar til búnaðarkaupa árið 2015 í Hlíðarfjalli og felur forstöðumanni íþróttamála koma óskunum á framfæri.

Íþróttaráð óskar eftir því við stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar ljúka við uppbyggingu íþróttahúss Naustaskóla, endurbætur á gólfplötu og búningsklefum Skautahallarinnar, viðhald í íþróttahúsi Laugargötu og viðhald á útisvæði Sundlaugar Akureyrar árið 2015.

Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála koma á framfæri þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

Fundi slitið - kl. 16:45.