Önnur mál

Málsnúmer 2011010003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3256. fundur - 13.01.2011

a) Guðmundur Baldvin Guðmundsson B- lista spurðist fyrir um hvernig innleiðing gengi með nýtt sorphirðukerfi á Akureyri.

b) Rædd var staða mála hjá RES orkuskóla.

Bæjarráð - 3257. fundur - 20.01.2011

a) Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi RES Orkuskóla.

b) Njáll Trausti Friðbertsson D-lista spurðist fyrir um reglur og hefðir varðandi frestun nefndarfunda.

c) Sigurður Guðmundsson A-lista spurðist fyrir um heildarkostnað við rekstur heimasíðu Akureyrarbæjar og samningstíma við núverandi rekstraraðila.

Bæjarráð - 3258. fundur - 27.01.2011

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri upplýsti um fund innanríkisráðherra varðandi væntanlegar framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng.

Bæjarráð - 3263. fundur - 24.02.2011

a) Ólafur Jónsson D-lista bar fram eftirfarandi spurningar:
Hvernig er staðan í innleiðingu nýja sorphirðukerfisins m.t.t.:
1. Að koma nýjum tunnum fyrir við öll heimili?
2. Hvað eru margar grenndargámastöðvar komnar í notkun og hvað á eftir að koma mörgum fyrir?
3. Eru tiltækar einhverjar nýtingartölur úr þeim grenndargámum sem hafa verið lengst í notkun og ef svo er hvað sýna þær tölur?

Formaður bæjarráðs tilkynnti að svör við spurningunum yrðu lagðar fram á næsta fundi bæjarráðs.

b) Ólafur Jónsson D-lista óskar eftir að gerð verði úttekt á öllum stoppistöðvum SVA m.t.t. aðgengis og aðstöðu fyrir farþega.
Ólafur óskar einnig eftir að haldið verði áfram í þeirri vinnu að bæta aðgengi fatlaðra að stofnunum bæjarins.

Bæjarráð vísar b) lið til skipulagsnefndar.

Bæjarráð - 3264. fundur - 03.03.2011

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista lýsti vonbrigðum með forgangsröðun í snjómokstri þar sem bílar ganga klárlega fyrir gangandi vegfarendum og gangstéttar mokaðar of seint.

Bæjarráð vísar ábendingunum til framkvæmdaráðs.

Bæjarráð - 3265. fundur - 10.03.2011

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri upplýsti um stofnfund hlutafélags um gerð Vaðlaheiðarganga sem haldinn var 9. mars sl.

Bæjarráð - 3267. fundur - 24.03.2011

a) Ólafur Jónsson D-lista óskaði eftir því að bæjarstjóri kallaði eftir upplýsingum frá iðnaðarráðuneyti um stöðu samninga um uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Húsavík í ljósi ummæla iðnaðarráðherra í fjölmiðlum síðustu daga um jákvæðar horfur í málinu.

b) Sigurður Guðmundsson A-lista gerði fyrirspurn varðandi aðkomu starfsmanna Akureyrarbæjar að hreinsun og eftirliti við grenndargáma, þar sem það er ekki innan samnings Akureyrarbæjar og Gámaþjónustu Norðurlands ehf.

Bæjarráð - 3271. fundur - 28.04.2011

Sigurður Guðmundsson fulltrúi A-lista ítrekar fyrirspurnir sínar varðandi kostnað við heimasíðu Akureyrarbæjar og varðandi aðkomu starfsmanna Akureyrarbæjar að hreinsun og eftirliti við grenndargáma, þar sem það er ekki innan samnings Akureyrarbæjar og Gámaþjónustu Norðurlands ehf.

Bæjarráð - 3275. fundur - 09.06.2011


a) Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista spurðist fyrir um sparkvelli og hvort reglur væru til um notkun þeirra.

b) Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Vinstri hreyfingin grænt framboð harmar það ónæði sem íbúar Akureyrar hafa haft af lágflugi herþota yfir bæinn undanfarna daga. Við skorum á bæjaryfirvöld á Akureyri að mótmæla því að flugvöllurinn í bæjarlandinu sé notaður fyrir hernaðarbrölt og minnum á að markmið æfinganna er að þjálfa flugmenn til hernaðaríhlutunnar og drápa. Ákveðið var þann 2. desember 2010 að bæjarstjórinn á Akureyri gerðist meðlimur í samtökunum Mayors for Peace. Reykjavíkurborg hefur nú þegar skorað á utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld að beita sér fyrir því að umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll verði stöðvuð nema í þeim tilvikum þegar flugvöllurinn þjónar hlutverki varaflugvallar. Vinstri hreyfingin grænt framboð skorar á bæjaryfirvöld á Akureyri að fara að fordæmi Reykjavíkurborgar og undirstrika þar með vilja sinn til að vinna að friði í heiminum.

 

Bæjarráð - 3277. fundur - 30.06.2011

a) Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista lagði fram tillögu svohljóðandi:
Lagt er til við bæjaryfirvöld á Akureyri að þau mótmæli því að flugvöllurinn í bæjarlandinu sé notaður fyrir hernaðarbrölt og minnum á að markmið æfinganna er að þjálfa flugmenn til hernaðaríhlutunar og drápa. Ákveðið var þann 2. desember 2010 að bæjarstjórinn á Akureyri gerðist meðlimur í samtökunum Mayors for Peace. Reykjavíkurborg hefur nú þegar skorað á utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld að beita sér fyrir því að umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll verði stöðvuð nema í þeim tilvikum þegar flugvöllurinn þjónar hlutverki varaflugvallar.
Skorað er á bæjaryfirvöld á Akureyri að fara að fordæmi Reykjavíkurborgar og undirstrika þar með vilja sinn til að vinna að friði í heiminum.

a) Tillagan var felld með 4 atkvæðum.

Hermann Jón Tómasson S-lista sat hjá við afgreiðslu.

Fulltrúar L-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Flug erlendra herja yfir landinu er fyrst og fremst á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar með tilvísun til þess að Ísland er aðili að Nato hvort sem fólki líkar betur aða verr. Það er því ekki hlutverk einstakra sveitarstjórna að hlutast til um utanríkismál eða aðra alþjóðlega samninga sem við búum við. Til þess eru aðrir lýðræðislega kjörnir fulltrúar sem sitja á Alþingi Íslendinga og geta fulltrúar L-lista ekki tekið undir þessa tillögu og vísar á Ríkisstjórn Íslands í þessu samhengi. Þá má geta þess að flugvöllurinn á Akureyri hefur einungis verið notaður fyrir æfingar vegna varaflugvallarhlutverks hans og málið því ekki sambærilegt við Reykjavíkurflugvöll.

b) Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista spurðist fyrir um kaup á Þrastarlundi 3.

Bæjarráð - 3279. fundur - 14.07.2011

Rætt um móttöku fyrir brotamálma og notaða hjólbarða í vesturhluta húsnæðis og á lóð við Óseyri 3.
Samkvæmt úttekt slökkviliðsstjóra er ekki talin mikil hætta á mengunarslysi frá starfseminni.

Bæjarráð - 3280. fundur - 21.07.2011

Geir Kristinn Aðalsteinsson greindi frá erindi frá gömlum togarasjómönnum um að komið verði upp minnisvarða um togaraútgerð í bænum.
Bæjarráð felur Geir að vinna áfram að málinu.

Bæjarráð - 3290. fundur - 29.09.2011

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista spurðist fyrir um erindi sem borist hafa í viðtalstíma bæjarfulltrúa en hefur ekki verið svarað formlega.

Bæjarráð - 3294. fundur - 03.11.2011

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista óskar eftir að lagður verði fram listi yfir samninga sem eru í gangi milli Akureyrarbæjar og félaga/samtaka. Jafnframt óskar hann eftir að lögð verði fram greinargerð um hvernig staðið hefur verið við ákvæði samninganna af hálfu samningsaðila.

Bæjarráð - 3295. fundur - 10.11.2011

Sigurður Guðmundsson A-lista lagði fram eftirfarandi:

1. Fyrirspurn til bæjarráðs hvert skuli stefna með aðstöðu fyrirtækja til sorpvinnslu í bænum, nokkur fjöldi fyrirtækja er að sækjast eftir útvíkkun á starfsemi sinni til sorpflokkunar og endurvinnslu. Engin stefna er til hvar slík starfsemi á að vera staðsett innan bæjarmarka og er brýnt að setja vinnu af stað til að sinna málaflokknum.

2. Leggja til 25 milljónir aukalega til framkvæmdadeildar til fegrunar bæjarins á afmælisárinu og verði hluta af þeirri fjárhæð ráðstafað í samstarfi við hverfisnefndir bæjarins. Einnig væri gott að leita til bæjarbúa eftir ábendingum um hvað betur mætti fara.

3. Hvernig gangi með vinnu hóps um atvinnustefnu bæjarins. Nú eru liðið vel á annað ár og lítið sem ekkert hefur komið frá þeim.

Bæjarráð - 3302. fundur - 05.01.2012

Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista upplýsti um ráðningu framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.