Bæjarráð

3256. fundur 13. janúar 2011 kl. 09:00 - 10:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólafur Jónsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Lækjargata 11

Málsnúmer 2010040044Vakta málsnúmer

Erindi dags. 29. desember 2010 frá Lögheimtunni ehf varðandi Lækjargötu 11, Akureyri, en óskað er eftir því að Akureyrarbær leysi til sín húseignina.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð hafnar beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda og frestar afgreiðslu varðandi uppkaup á eigninni þar til niðurstaða húsakönnunar Innbæjar liggur fyrir.

2.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerð

Málsnúmer 2010010083Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 782. fundar dags. 10. desember 2010.

3.Eyþing - fundargerðir 2010

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 219. fundar stjórnar Eyþings dags. 14. desember 2010.

4.Innanríkisráðuneyti tekur til starfa

Málsnúmer 2011010014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. 30. desember 2010 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem fram kemur að í september sl. hafi Alþingi samþykkt breytingu á lögum nr. 73/1969 um Stjórnarráð Íslands sem felur í sér þá breytingu að sett verði á stofn innanríkisráðuneyti með samruna dómsmála- og mannréttindaráðuneytis annars vegar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis hins vegar. Hið nýja ráðuneyti tók til starfa 1. janúar sl.

5.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2010

Málsnúmer 2010050056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til nóvember 2010.

6.Miðbær - suðurhluti

Málsnúmer 2010050038Vakta málsnúmer

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

Á fundi bæjarstjórnar þann 21. september síðastliðinn hafnaði meirihluti bæjarstjórnar tillögu að breyttu deiliskipulagi syðsta hluta miðbæjarskipulags. Á þeim sama fundi boðaði formaður bæjarráðs, Oddur Helgi Halldórsson, víðtækt samráð á meðal bæjarfulltrúa við áframhaldandi skipulagsvinnu á reitnum. Orðrétt sagði Oddur Helgi: "Það hafa komið fram óskir frá öllum flokkum sem standa að bæjarstjórn að í þetta verði farið sameiginlega og við munum stefna að því að gera það. Þetta er auðvitað andlit bæjarins, miðbæjarskipulagið, [...] það er eitt af verkefnum þessarar bæjarstjórnar að deiliskipuleggja miðbæinn og við vonum að allir séu tilbúnir að því borði. Þetta er auðvitað sameiginlegt hagsmunamál okkar allra að vel til takist."
Í ljósi þessara orða spyr bæjarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hvort til standi að boða til þessa samráðs eða hvort þær hugmyndir hafi algerlega verið lagðar til hliðar af hálfu meirihlutans og einnig er spurt hvar vinna við deiliskipulag syðsta hluta miðbæjar er stödd nú og hvort einhverjar fyrirætlanir um reitinn liggi fyrir nú þegar.

Upplýst var um stöðu mála.

7.Önnur mál

Málsnúmer 2011010003Vakta málsnúmer

a) Guðmundur Baldvin Guðmundsson B- lista spurðist fyrir um hvernig innleiðing gengi með nýtt sorphirðukerfi á Akureyri.

b) Rædd var staða mála hjá RES orkuskóla.

Fundi slitið - kl. 10:30.