Bæjarráð

3804. fundur 30. mars 2023 kl. 08:15 - 11:30 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Sindri Kristjánsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Halla Birgisdóttir Ottesen áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fundinn í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.
Sindri Kristjánsson S-lista sat fundinn í forföllum Hildu Jönu Gísladóttur.
Halla Birgisdóttir Ottesen F-lista sat fundinn í forföllum Jóns Hjaltasonar.

1.Starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs 2022 - 2025

Málsnúmer 2022020303Vakta málsnúmer

Rætt um starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs fyrir árið 2023.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sindri Kristjánsson S-lista óska bókað:

Það vekur furðu að enginn kjörinn fulltrúi komi að gerð menningar- og atvinnumálastefnu en það ætti að vera metnaður til þess að koma að þeirri vinnu. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa að setja stefnu fyrir starfsemi sveitarfélagsins samkvæmt reglum um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.

2.Upplýsingastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023021215Vakta málsnúmer

Umræða um upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs að uppfæra og endurskoða upplýsingastefnu bæjarins og aðrar stefnur og verklagsreglur sem henni tengjast og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

3.Listasafnið á Akureyri - breyting á samþykkt

Málsnúmer 2023030700Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 23. mars 2023:

Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir Listasafnið á Akureyri.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu samþykktar um eina viku.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða samþykkt fyrir Listasafnið á Akureyri og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.

4.Menningarsjóður 2023 - heiðursviðurkenning

Málsnúmer 2023021339Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögu um veitingu heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu en tilkynnt verður um valið á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.

5.Starfslaun listamanna 2023

Málsnúmer 2023010414Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á upphæð starfslauna listamanna. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 23. febrúar sl. og var þá bæjarstjóra og verkefnastjóra menningarmála falið að endurskoða upphæðina og leggja tillögu fyrir bæjarráð.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að hækka starfslaunin í samræmi við launahækkanir Einingar-Iðju frá 1.1.2023. Þá hækkar grunnupphæðin um 11% og verður 3.000.000 eða 333 þús. á mánuði. Þá samþykkir bæjarráð að fella niður kvöð um skert starfshlutfall (50%).

Sindri Kristjánsson S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.


Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óskar bókað:

Miklu betra og sanngjarnara hefði verið að láta starfslaun listamanna fylgja þróun launavísitölu frá 2018 líkt og tillaga var gerð um. Ég fagna því þó að kvöð um skert starfshlutfall (50%) verði felld brott úr samþykkt um starfslaun listamanna.

6.Aðfangastýring - innkaupagreining 2023

Málsnúmer 2023020890Vakta málsnúmer

Jóhann J. Ísleifsson frá Aðfangastýringu ehf. kynnti stöðu innkaupagreiningar hjá Akureyrarbæ.

Jóhann og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar og Hrafnhildur Sigurðardóttir verkefnastjóri hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.

7.Hjúkrunarheimilið Hlíð - húsnæðismál

Málsnúmer 2023031362Vakta málsnúmer

Rætt um húsnæðismál hjúkrunarheimilisins Hlíðar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Framkomnar upplýsingar um ástand húsnæðisins á Hlíð eru áhyggjuefni. Bæjarráð hvetur heilbrigðisyfirvöld til að vinna af kappi að lausn vandans sem þolir ekki bið. Ráðið lýsir yfir eindregnum samstarfsvilja við alla hlutaðeigandi til að koma að því að greiða úr stöðunni og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að fylgja málinu eftir.

8.Reglur Akureyrarbæjar um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 2023020910Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 22. mars 2023:

Lagðar fram til samþykktar breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð Akureyrarbæjar.

Gyða Björk Ólafsdóttir félagsráðgjafi og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti nýjar reglur um fjárhagsaðstoð Akureyrarbæjar og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri velferðarsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.Laut - þjónusta og húsnæðismál

Málsnúmer 2023030931Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 22. mars 2023:

Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista óskaði eftir að málefni Lautarinnar yrðu tekin fyrir á fundi velferðarráðs. Mikilvægt sé að framkvæma þarfagreiningu á húsnæðismálum Lautarinnar og tryggja að einstaklingum með langvinnar alvarlegar geðraskanir standi til boða viðeigandi úrræði til að rjúfa félagslega einangrun.

Ólafur Örn Torfason forstöðumaður Lautarinnar sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð telur brýnt að hús að Brekkugötu 34 verði selt og annað hentugra húsnæði verði keypt eða leigt fyrir starfsemi Lautarinnar sem fyrst og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri velferðarsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir bókun velferðarráðs og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

10.Mannréttindaviðurkenning Akureyrarbæjar 2023

Málsnúmer 2023031359Vakta málsnúmer

Yfirferð tilnefninga til mannréttindaviðurkenningar Akureyrarbæjar 2023.

Birna Eyjólfsdóttir forstöðumaður mannauðsmála sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framkomnar tillögur. Tilkynnt verður um viðurkenningarhafa á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.

11.Reglur um rafræna vöktun hjá Akureyrarbæ - endurskoðun 2023

Málsnúmer 2023031376Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum Akureyrarbæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kynnti breytingarnar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að endurskoðuðum reglum um rafræna vöktum og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023031435Vakta málsnúmer

Rætt um samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kynnti.

13.Breytingar í nefndum 2022-2026

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga að fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026. Lagt er til að Einar Brandsson verði kjörinn aðalmaður í stað Lilju Bjargar Ágústsdóttur. Einnig er lagt til að Júníana Björg Óttarsdóttir verði kjörin varamaður í stað Einars Brandssonar.

14.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023011346Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 920. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 17. mars 2023.

15.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2023

Málsnúmer 2023011377Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 50. fundar stjórnar SSNE dagsett 15. mars 2023.

Fundi slitið - kl. 11:30.