Hjúkrunarheimilið Hlíð - húsnæðismál

Málsnúmer 2023031362

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3804. fundur - 30.03.2023

Rætt um húsnæðismál hjúkrunarheimilisins Hlíðar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Framkomnar upplýsingar um ástand húsnæðisins á Hlíð eru áhyggjuefni. Bæjarráð hvetur heilbrigðisyfirvöld til að vinna af kappi að lausn vandans sem þolir ekki bið. Ráðið lýsir yfir eindregnum samstarfsvilja við alla hlutaðeigandi til að koma að því að greiða úr stöðunni og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að fylgja málinu eftir.