Upplýsingastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023021215

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3804. fundur - 30.03.2023

Umræða um upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs að uppfæra og endurskoða upplýsingastefnu bæjarins og aðrar stefnur og verklagsreglur sem henni tengjast og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

Bæjarráð - 3824. fundur - 26.10.2023

Lögð fram drög að endurskoðaðri upplýsinga- og vefstefnu Akureyrarbæjar til ársins 2026.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs, Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða upplýsinga- og vefstefnu Akureyrarbæjar ásamt áætlun um aðgerðir út næsta ár og vísar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Markmið upplýsinga- og vefstefnunnar er einkum að tryggja gagnsæi og að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um sveitarfélagið. Þá rammar stefnan jafnframt inn helstu áherslur og leiðbeiningar um notkun á vefjum sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn - 3535. fundur - 31.10.2023

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. október 2023:

Lögð fram drög að endurskoðaðri upplýsinga- og vefstefnu Akureyrarbæjar til ársins 2026.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs, Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir endurskoðaða upplýsinga- og vefstefnu Akureyrarbæjar ásamt áætlun um aðgerðir út næsta ár og vísar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Markmið upplýsinga- og vefstefnunnar er einkum að tryggja gagnsæi og að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um sveitarfélagið. Þá rammar stefnan jafnframt inn helstu áherslur og leiðbeiningar um notkun á vefjum sveitarfélagsins.

Hlynur Jóhannson kynnti.

Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða upplýsinga- og vefstefnu Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.