Lögð fram tillaga um skipun í faghóp starfslauna listamanna fyrir árið 2023. Hlutverk faghóps um starfslaun listamanna er að vera bæjarráði til ráðgjafar um val á listamanni sem hlýtur starfslaun listamanns árið 2023 eða verður bæjarlistamaður eins og það er kallað í daglegu tali.
Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að skipan faghóps starfslauna listamanna.
Lögð fram tillaga faghóps um val á bæjarlistamanni Akureyrar 2023.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um val á bæjarlistamanni Akureyrar 2023 en tilkynnt verður um valið á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista bera upp eftirfarandi tillögu:
Upphæð starfslauna listamanna verði hækkuð úr 2.700.000 í 3.440.306 og taki í kjölfarið mið af verðlagsþróun.
Tillagan er borin upp til atkvæða og felld. Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Heimir Örn Árnason D-lista og Hlynur Jóhannsson M-lista greiða atkvæði gegn tillögunni.
Meirihluti bæjarráðs tekur undir ábendingu faghópsins varðandi upphæð starfslauna og felur bæjarstjóra og verkefnastjóra menningarmála að endurskoða hana og leggja tillögu að breytingu fyrir bæjarráð.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.