Reglur um rafræna vöktun hjá Akureyrarbæ - endurskoðun 2023

Málsnúmer 2023031376

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3804. fundur - 30.03.2023

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum Akureyrarbæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kynnti breytingarnar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að endurskoðuðum reglum um rafræna vöktum og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3527. fundur - 18.04.2023

Liður 11 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 30. mars 2023:

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum Akureyrarbæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kynnti breytingarnar.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að endurskoðuðum reglum um rafræna vöktum og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur Akureyrarbæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla með 11 samhljóða atkvæðum.