Menningarsjóður 2023 - styrkumsóknir

Málsnúmer 2023021339

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3800. fundur - 02.03.2023

Farið yfir umsóknir um styrki úr Menningarsjóði 2023 og lagðar fram til umræðu tillögur um afgreiðslu þeirra. Alls bárust 54 umsóknir um verkefnastyrki, 6 umsóknir um samningsbundna styrki og 2 umsóknir um sumarstyrki ungs listafólks. Alls var sótt um styrki að upphæð kr. 25.126.800 en veittir styrkir að upphæð kr. 5.540.000.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur.

Bæjarráð - 3804. fundur - 30.03.2023

Farið yfir tillögu um veitingu heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu en tilkynnt verður um valið á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.