Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Lundi í Grímsey

Vorboði Grimseyjar

Lundinn er mættur heim að varpslóðum við Grímsey eftir vetrardvöl á hafi úti og boðar þar með vor við heimskautsbaug.
Lesa fréttina Vorboði Grimseyjar
Hluti Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030, Grímsey. Rauður hringur sýnir svæðið sem deiliskipulagið næ…

Vindmyllur í Grímsey - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og nýtt deiliskipulag

Nú eru í kynningu drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, í samræmi við 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa fréttina Vindmyllur í Grímsey - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og nýtt deiliskipulag
Gjaldskylda í bílastæði í miðbænum hefst 4. apríl

Gjaldskylda í bílastæði í miðbænum hefst 4. apríl

Frá og með mánudeginum 4. apríl verður skylt að greiða fyrir notkun bílastæða í miðbæ Akureyrar. Undanfarnar vikur hafa verið aðlögunartími þar sem fólki hefur gefist kostur á að kynna sér fyrirkomulagið og tileinka sér notkun smáforrita sem hægt er að nota þegar fólk leggur bílum sínum á fyrirfram skilgreindum svæðum í og við miðbæinn. Allar upplýsingar um breytt fyrirkomulag er að finna á vefsvæði Bifreiðastæðasjóðs.
Lesa fréttina Gjaldskylda í bílastæði í miðbænum hefst 4. apríl
Málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri

Málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri

Miðvikudaginn 30. mars kl. 14 verður haldið í Listasafninu á Akureyri málþing um möguleika á að koma á fót listnámi á háskólastigi á Akureyri.
Lesa fréttina Málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri
Úr auglýsingu frá Landsneti.

Opið hús vegna mats á umhverfisáhrifum Blöndulínu 3

Miðvikudaginn 30. mars verður opið hús frá kl. 19.30-21.30 á Hótel KEA þar sem verða lagðar fram upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum vegna Blöndulínu 3 sem mun liggja á milli Blöndustöðvar og Akureyrar.
Lesa fréttina Opið hús vegna mats á umhverfisáhrifum Blöndulínu 3
Leikskólinn Klappir sýnir listaverk tengd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Sundlaug Akureyrar í ár…

Áfram barnamenning!

Allur aprílmánuður verður helgaður Barnamenningarhátíð á Akureyri sem nú er haldin í fimmta sinn. Síðustu tvö ár hefur Covid-19 sett mark sitt á hátíðina og hún verið í hálfgerðu skötulíki vegna farsóttarinnar. Nú er markið hins vegar sett hátt og yfir þrjátíu viðburðir verða á dagskrá. Fjöldi skóla og einstaklinga tekur þátt í hátíðinni með spennandi listasmiðjum, tónleikum og sýningum víðsvegar um bæinn, fyrir börn og ungmenni og alla þá sem vilja gleðjast með unga fólkinu.
Lesa fréttina Áfram barnamenning!
Framkvæmdaáætlun um stefnu Íslands í málefnum Norðurslóða

Framkvæmdaáætlun um stefnu Íslands í málefnum Norðurslóða

Á fimmtudaginn kl 8.30-16 verður framkvæmdaáætlun um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða rædd á opnum fundi sem fer fram í Háskólanum á Akureyri og á fjarfundi. Fundurinn er haldinn af utanríkisráðuneytinu og Norðurslóðarneti Íslands. Áhugafólk um norðurslóðamál er hvatt til þess að taka þátt.
Lesa fréttina Framkvæmdaáætlun um stefnu Íslands í málefnum Norðurslóða
Ráðhús Akureyrarbæjar. Mynd: Ragnar Hólm.

Vilt þú létta undir með fólki á flótta?

Akureyrarbær hefur lýst yfir stuðningi við úkraínsku þjóðina í þeim hörmungum sem nú dynja yfir eftir innrás Rússa. Sveitarfélagið lýsir sig reiðubúið til að taka á móti fólki frá Úkraínu.
Lesa fréttina Vilt þú létta undir með fólki á flótta?
Frá upplestrarkeppninni í gær. Karl Frímannsson, sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs í pontu. Myn…

Úrslit í upplestrarkeppni grunnskólanna

Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, fór fram í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin undir þessu heiti en undanfarið tuttugu og eitt ár hefur hún verið haldin undir heitinu Stóra upplestrarkeppnin. Nemendur úr 7. bekk grunnskóla bæjarins tóku þátt í keppninni.
Lesa fréttina Úrslit í upplestrarkeppni grunnskólanna
Ráðhúsi verður lokað kl. 13 á morgun

Ráðhúsi verður lokað kl. 13 á morgun

Ráðhúsi Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, verður lokað kl. 13 á morgun föstudag vegna fræðsluferðar starfsfólks.
Lesa fréttina Ráðhúsi verður lokað kl. 13 á morgun
Mynd: Páll Jóhannesson.

Úttekt á gervigrasi í Boganum

Akureyrarbær stóð nýverið fyrir úttekt á gervigrasinu í Boganum. Tilgangurinn var að fá óháðan aðila til að meta ástand gervigrasvallarins og hvort gæði væru í samræmi við kröfur Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA).
Lesa fréttina Úttekt á gervigrasi í Boganum