Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Sumar í Hrísey. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Verslanir í Hrísey og Grímsey styrktar um samtals 6,7 milljónir

Hríseyjarbúðin ehf. hefur hlotið styrk að upphæð 4.730.000 kr. og verslunin í Grímsey að upphæð 2.000.000 kr. á grunvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036. Samtals var 30 milljónum úthlutað að þessu sinni til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023 og verða samningar vegna styrkjanna undirritaðir á næstu dögum.
Lesa fréttina Verslanir í Hrísey og Grímsey styrktar um samtals 6,7 milljónir
Framkvæmdir við ný leiksvæði

Framkvæmdir við ný leiksvæði

Samkvæmt deiliskipulögum í Naustahverfi er gert ráð fyrir leiksvæðum við Hólatún norðan Klettatúns, við Sómatún, austan Vallartúns og við Krókeyrarnöf og er ætlunin að fara í jarðvegsskipti og fleira á næstunni ef veður leyfir. Uppsetning leiktækja og frágangur svæðanna með gróðri fer svo fram í byrjun sumars 2023. Reynt verður að haga framkvæmdum þannig að ónæði verði sem minnst.
Lesa fréttina Framkvæmdir við ný leiksvæði
Jólakveðja frá danska vinabænum Randers

Jólakveðja frá danska vinabænum Randers

Torben Hansen, borgarstjóri danska vinabæjarins Randers, sendir íbúum Akureyrar jólakveðju í meðfylgjandi myndbandi. Þar greinir hann líka frá þeirri sameiginlegu ákvörðun bæjanna að hætta að senda stórt jólatré sjóleiðina frá Randers til Akureyrar eins og gert hefur verið um langt árabil.
Lesa fréttina Jólakveðja frá danska vinabænum Randers
Frá vinstri: Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri og formaður stjórnar Bjarmahlíðar, Agnes Björk Blö…

Samkomulag Bjarmahlíðar og framhaldsskóla á Norðurlandi

Í Bjarmahlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi, hefur orðið vart við vaxandi þörf á stuðningi við ungmenni á framhaldsskólaaldri (frá 16 ára). Flest ungmenni á aldrinum 16-18 ára eru í framhaldsskóla og hefur Bjarmahlíð nú gert samkomulag um þróun samstarfs við alla framhaldsskólana á Norðurlandi. Skólarnir eru Framhaldsskólinn á Húsavík, Framhaldsskólinn á Laugum, Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra.
Lesa fréttina Samkomulag Bjarmahlíðar og framhaldsskóla á Norðurlandi
Stígurinn við Drottningarbraut og Samkomubrúin eru á meðal þeirra mannvirkja sem eru lýst upp með ap…

Ljósaganga í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi

Fimmtudaginn 1. desember kl. 16.30 fer fram ljósaganga í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Þann 25. nóvember var alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi á konum og 10. desember er hinn alþjóðlegi mannréttindadagur. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls ofbeldis.
Lesa fréttina Ljósaganga í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi
Frá málþinginu í Hríseyjarskóla síðasta mánudag.

Málþing í Hrísey um plastmengun og sjálfbæra ferðamennsku

Mánudaginn 21. nóvember var haldið í Hríseyjarskóla afar vel sótt málþing um umhverfisvernd og plastmengun í hafi. Málþingið var hluti af Erasmus+ verkefni sem fræðafólk við Kennaradeild Háskólans á Akureyri og nemendur við Hríseyjarskóla taka þátt í og snýst um að koma á samstarfi á milli eyjaskóla í Evrópu um nýsköpun í menntun sem stuðli að aukinni sjálfbærni í eyjasamfélögum.
Lesa fréttina Málþing í Hrísey um plastmengun og sjálfbæra ferðamennsku
Myndir krakkanna úr Giljaskóla.

Unnu til verðlauna í teiknisamkeppni breska sendiráðsins

Þrír krakkar úr Giljaskóla unnu til verðlauna í teiknisamkeppni sem sendiráð Bretlands á Íslandi hélt nýverið í tengslum við útgáfu bókarinnar "Tæknitröll og íseldfjöll" eftir breska sendiherrann Dr. Bryony Mathew. Verðlaunahafarnir eru Aleksandra Staniszewska, Nökkvi Freyr Hjálmarsson og Vigdís Anna Sigurðardóttir öll í 7. bekk.
Lesa fréttina Unnu til verðlauna í teiknisamkeppni breska sendiráðsins
Tónleikarnir Mysingur III á Akureyrarvöku 2022. Ljósmynd: Andrés Rein Baldursson.

Frestur til að sækja um í Menningarsjóð rennur út á morgun

Akureyrarbær auglýsir eftir umsóknum í Menningarsjóð fyrir árið 2023. Umsóknarfrestur allra umsókna rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudaginn 23. nóvember.
Lesa fréttina Frestur til að sækja um í Menningarsjóð rennur út á morgun
Ljósin tendruð á jólatrénu

Ljósin tendruð á jólatrénu

Hátíðleg stund verður á Ráðhústorginu kl. 16 á laugardag þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu.
Lesa fréttina Ljósin tendruð á jólatrénu
Alþjóðadagur barna, 20. nóvember. UNICEF

20. nóvember - Alþjóðadagur barna

Alþjóðadagur barna er í dag, 20. nóvember og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna á einnig afmæli.
Lesa fréttina 20. nóvember - Alþjóðadagur barna
Byggingarleyfisumsóknir liggja niðri um helgina

Byggingarleyfisumsóknir liggja niðri um helgina

Nú um helgina 18.-20. nóvember verður ekki hægt að senda inn nýjar rafrænar byggingarleyfisumsóknir í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar.
Lesa fréttina Byggingarleyfisumsóknir liggja niðri um helgina