Opið hús vegna mats á umhverfisáhrifum Blöndulínu 3

Úr auglýsingu frá Landsneti.
Úr auglýsingu frá Landsneti.

Miðvikudaginn 30. mars verður opið hús frá kl. 19.30-21.30 á Hótel KEA þar sem verða lagðar fram upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum vegna Blöndulínu 3 sem mun liggja á milli Blöndustöðvar og Akureyrar.

Línuleiðin er innan fimm sveitarfélaga, Akureyrarbæjar, Hörgársveitar, Akrahrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Húnavatnshrepps.

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta orkunýtingu, auka flutningsgetu og tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin hefur einnig þýðingu fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi.

Umhverfismatsskýrsla vegna Blöndulínu 3 er aðgengileg á vefsíðum Skipulagsstofnunar, Landsnets og Mannvits frá 25. mars til 13. maí 2022. Að auki liggur umhverfismatsskýrslan frammi til kynningar frá 29. mars á eftirtöldum stöðum: Í ráðhúsi Akureyrarbæjar, á skrifstofum Hörgársveitar, Akrahrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Húnavatnshrepps og hjá Skipulagsstofnun.

Öllum er velkomið að koma á framfæri umsögnum um umhverfismatið og skal senda þær til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, eða á skipulag@skipulag.is.

Byggt á auglýsingu frá Landsneti.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan