Skipulagsráð

375. fundur 09. febrúar 2022 kl. 08:15 - 11:40 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Sindri Kristjánsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá

1.Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2021

Málsnúmer 2022010732Vakta málsnúmer

Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir árið 2021 lagðar fram til kynningar.

2.Skarðshlíð 20 - breyting á deiliskipulagsskilmálum

Málsnúmer 2022020268Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi fyrir Skarðshlíð 20. Er um að ræða breytingar á gr. 5.9 um bílastæði, bílgeymslur og bílakjallara og gr. 5.11 um sorpgeymslur og sorpgáma.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

3.Skarðshlíð 20 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2021050995Vakta málsnúmer

Þann 14. ágúst 2021 var lóðin Skarðshlíð 20 auglýst laus til úthlutunar í tengslum við auglýsingu Ríkiskaupa eftir húsnæði fyrir norðurstöð heilsugæslu. Bárust tillögur frá þremur aðilum þar sem gert var ráð fyrir heilsugæslu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum ásamt hluta bílastæða í bílakjallara. Nú liggur fyrir að unnið er að undirbúningi norðurstöðvar heilsugæslu í Sunnuhlíð 12 og eru forsendur auglýsingar lóðarinnar því brostnar. Er öllum innkomnum tillögum því hafnað.
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.

4.Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2019020182Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn 1. febrúar 2022.
Skipulagsráð fagnar útgáfu húsnæðisáætlunar og mælist til þess að á komandi árum verði haft samráð við skipulagsráð um vinnslu hennar.

5.Hvannavellir 10-14 - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2021120847Vakta málsnúmer

Kynningu skipulagslýsingar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið. Fjórar athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram til kynningar nú. Þá liggja einnig fyrir umsagnir Minjastofnunar Íslands og Norðurorku.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að gerð deiliskipulags þar sem tekið verði tillit til athugasemda sem borist hafa. Felur það í sér að bygging á lóð Hvannavalla 10-14 verði að hámarki fjórar hæðir með efstu hæðina inndregna og að sett verði kvöð um skjólvegg á lóðamörkum Hvannavalla 10-14 og Sólvalla.

6.Sunnuhlíð 12 - umsókn um nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2022010984Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulag sem nær yfir lóðina Sunnuhlíð 12, unnin af AVH arkitektum ehf. Skipulagssvæðið nær yfir reit sem merktur er VÞ18 á gildandi aðalskipulagi.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir skipulagslýsinguna og að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Sindri Kristjánsson S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

7.Óseyri 1 - umsókn um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2022020242Vakta málsnúmer

Erindi Kristjáns Páls Hrafnkelssonar dagsett 3. febrúar 2022 fyrir hönd Módelhúsa ehf. þar sem óskað er eftir tilfærslu á vestari lóðarmörkum Óseyrar nr. 1. Suðvesturhorn lóðar yrði fært til vesturs um 7 m og norðvesturhorn lóðar yrði fært til austurs um 7 m. Nýtingarhlutfall lóðar yrði aukið úr 0,38 í 0,5. Byggingarreitur merktur A á gildandi deiliskipulagi yrði stækkaður til norðurs þannig að koma mætti fyrir 2000 m² byggingu. Þá yrði bílastæðum innan lóðarinnar fjölgað í 80-90 stæði í stað 71 samkvæmt gildandi skipulagi.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Óseyrar sunnan Krossanesbrautar og deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts til samræmis við erindið og að breytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Langahlíð 28 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022020226Vakta málsnúmer

Erindi Valþórs Brynjarssonar dagsett 3. febrúar 2022 fyrir hönd Þórðar Kárasonar þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 28 við Lönguhlíð.

Breytingin felst í eftirfarandi:

- aukningu á nýtingarhlutfalli úr 0,3 í 0,33

- stækkun á byggingarreit til norðurs

- innkeyrslu frá Höfðahlíð

- breytingu á húsagerð úr einbýlishúsi í tvíbýlishús

- breyttum skilmálum um vegghæð sem snýr að Höfðahlíð.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Lönguhlíðar 21 og 26, Höfðahlíðar 19-23 og Sólvangs.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Arnfríður Kjartansdóttir V-lista og Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

9.Baldursnes 6A - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2022011531Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. janúar 2022 þar sem Bjarni Reykjalín fyrir hönd Tengis ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 6A við Baldursnes. Óskað er eftir auknu byggingarmagni á einni hæð innan byggingarreits eins og hann er skilgreindur á deiliskipulagi. Um er að ræða stækkun til vesturs og samhliða verði nýtingarhlutfall aukið úr 0,30 í 0,34. Stækkunin er ætluð sem lager og til að leysa af hendi gámanotkun innan lóðar. Meðfylgjandi eru greinargerð og skýringarmyndir.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á að grenndarkynna hana sbr. 44. gr. laganna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

10.Hlíðarfjallsvegur - deiliskipulag gagnavers og athafnalóða

Málsnúmer 2021090194Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur Verkís verkfræðistofu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði við Hlíðarfjallsveg þar sem gert er ráð fyrir lóðum fyrir gagnaver og aðra hreinlega atvinnustarfsemi. Tillögurnar fela í sér mismunandi skiptingu lóða á skipulagssvæðinu, annars vegar lóð fyrir gagnaver og átta smærri lóðir og hins vegar lóð fyrir gagnaver og tíu smærri lóðir.
Skipulagsráð samþykkir að skipulagstillaga á vinnslustigi þar sem gert er ráð fyrir lóð fyrir gagnaver ásamt tíu smærri athafnalóðum verði kynnt fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Goðanes 2 - umsókn um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2021120008Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. febrúar 2022 þar sem Efla verkfræðistofa fyrir hönd G. Hjálmarssonar hf. leggur til breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Goðanes. Fallið hefur verið frá fyrri áformum en fyrirhugað er nú að reisa nýtt hús norðan við núverandi byggingu með aðkomu frá Goðanesi. Meðfylgjandi er minnisblað.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á að grenndarkynna hana sbr. 44. gr. laganna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

12.Margrétarhagi 1 - umsókn um aukið nýtingarhlutfall

Málsnúmer 2022020186Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. febrúar 2022 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir fyrir hönd BF bygginga sækir um aukið nýtingarhlutfall og hækkun byggingar á lóð nr. 1 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á að grenndarkynna hana sbr. 44. gr. laganna þar sem hámarkshæð hússins helst óbreytt og ekki er farið út fyrir byggingarreit.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

13.Týsnes 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022020267Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Haraldar S. Árnasonar dagsett 4. febrúar 2022 um heimild til að fara með byggingar á lóð nr. 2 við Týsnes lítillega út fyrir byggingarreit.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á að grenndarkynna hana sbr. 44. gr. laganna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

14.Oddeyrartangi - umferðarstýring og bann við lagningu bíla sumar 2022

Málsnúmer 2022011456Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. janúar 2022 þar sem Pétur Ólafsson fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands óskar eftir tímabundnu banni við lagningu ökutækja við vesturkant Kaldbaksgötu milli Gránufélagsgötu og Strandgötu annars vegar og austurkant Laufásgötu milli Strandgötu og Gránufélagsgötu hins vegar á tímabilinu 1. maí til 25. september 2022. Einnig er óskað eftir leyfi fyrir umferðarstýringu á Strandgötu austan Hjalteyrargötu á sama tímabili í 1-2 klst. í senn við komu skemmtiferðaskipa. Meðfylgjandi er greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki lögreglu og Vegagerðarinnar. Er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa ákvörðun um tímabundið bann við akstri austur Strandgötu frá Hjalteyrargötu að Laufásgötu og tímabundið bann við lagningu ökutækja í Lögbirtingablaði.

15.Týsnes 8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022011148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. janúar 2022 þar sem Stafninn fasteignir ehf. sækir um lóð nr. 8 við Týsnes. Meðfylgjandi eru yfirlýsing viðskiptabanka og byggingaráform.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Skipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

16.Hulduholt 20-24 - 2. auglýsing - allar umsóknir

Málsnúmer 2022020216Vakta málsnúmer

Auglýsingu 2. umferðar lauk 21. janúar sl.

Tvær umsóknir bárust, báðar frá lögaðilum.

Fyrir liggur að draga úr umsóknum í samræmi við reglur Akureyrarbæjar um úthlutun lóða.
Við útdrátt féll lóðin í hlut Casa ehf. Gert er ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 2. maí 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

17.Rafskútuleiga - fyrirspurn

Málsnúmer 2022020224Vakta málsnúmer

Erindi Valdemars Viðarssonar dagsett 3. febrúar 2022 fyrir hönd ATOM 22 ehf. þar sem óskað er eftir leyfi fyrir stöðvalausa rafskútuleigu á Akureyri.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að afla nánari upplýsinga frá umsækjanda.

18.Reglur um lokun gatna - endurskoðun

Málsnúmer 2022010439Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að endurskoðaðri samþykkt um lokanir gatna í Akureyrarbæ.
Frestað til næsta fundar.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 849. fundar, dagsett 27. janúar 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 850. fundar, dagsett 3. febrúar 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:40.