Sunnuhlíð 12 - umsókn um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2022010984

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 374. fundur - 26.01.2022

Lagt fram erindi Fanneyjar Hauksdóttur hjá AVH arkitektum dagsett 19. janúar 2022 fyrir hönd RA 5 ehf. þar sem óskað er eftir heimild til að hefja vinnu við gerð tillögu að deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar stækkunar verslunarmiðstöðvar við Sunnuhlíð 12.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að heimila umsækjanda að hefja vinnu við deiliskipulag svæðisins í samvinnu við Akureyrarbæ.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Sindri Kristjánsson S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 375. fundur - 09.02.2022

Lögð fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulag sem nær yfir lóðina Sunnuhlíð 12, unnin af AVH arkitektum ehf. Skipulagssvæðið nær yfir reit sem merktur er VÞ18 á gildandi aðalskipulagi.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir skipulagslýsinguna og að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Sindri Kristjánsson S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 379. fundur - 06.04.2022

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir Sunnuhlíð 12, unnin af AVH arkitektum ehf. Kynningu skipulagslýsingar lauk þann 4. mars sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun og Minjastofnun Íslands og eru þær lagðar fram til kynningar.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og að hún verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 381. fundur - 04.05.2022

Kynningu deiliskipulagstillögu á vinnslustigi lauk þann 13. apríl sl. Engar athugasemdir bárust.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Orri Kristjánsson S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 3511. fundur - 10.05.2022

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 4. maí 2022:

Kynningu deiliskipulagstillögu á vinnslustigi lauk þann 13. apríl sl. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Orri Kristjánsson S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vöktu Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Heimir Haraldsson S-lista á því athygli að þau teldu sig vanhæf að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum. Hilda Jana og Heimir véku af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Þórhallur Jónsson kynnti tillöguna. Auk hans tóku til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Hlynur Jóhannsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi Sunnuhlíðar 12.

Skipulagsráð - 384. fundur - 06.07.2022

Auglýsingu tillögu að deiliskipulagi fyrir Sunnuhlíð 12 lauk þann 3. júlí sl. Engar athugasemdir bárust. Umsögn barst frá umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar þar sem m.a. er óskað eftir að gert verði ráð fyrir göngustíg við austurmörk lóðarinnar.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi Sunnuhlíðar 12 verði samþykkt með þeim breytingum að gert verði ráð fyrir göngustíg við austurmörk lóðarinnar til samræmis við umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs.



Bæjarráð - 3775. fundur - 14.07.2022

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 6. júlí 2022:

Auglýsingu tillögu að deiliskipulagi fyrir Sunnuhlíð 12 lauk þann 3. júlí sl. Engar athugasemdir bárust. Umsögn barst frá umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar þar sem m.a. er óskað eftir að gert verði ráð fyrir göngustíg við austurmörk lóðarinnar.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi Sunnuhlíðar 12 verði samþykkt með þeim breytingum að gert verði ráð fyrir göngustíg við austurmörk lóðarinnar til samræmis við umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Sindri Kristjánsson S-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs, auk gönguleiðar innan lóðar sem var hluti af áður auglýstu skipulagi.