Baldursnes 6A - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2022011531

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 375. fundur - 09.02.2022

Erindi dagsett 27. janúar 2022 þar sem Bjarni Reykjalín fyrir hönd Tengis ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 6A við Baldursnes. Óskað er eftir auknu byggingarmagni á einni hæð innan byggingarreits eins og hann er skilgreindur á deiliskipulagi. Um er að ræða stækkun til vesturs og samhliða verði nýtingarhlutfall aukið úr 0,30 í 0,34. Stækkunin er ætluð sem lager og til að leysa af hendi gámanotkun innan lóðar. Meðfylgjandi eru greinargerð og skýringarmyndir.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á að grenndarkynna hana sbr. 44. gr. laganna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.