Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2021

Málsnúmer 2022010732

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3756. fundur - 27.01.2022

Matthías Þorvaldsson frá Gallup kynnti niðurstöður þjónustukönnunar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagsssviðs og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Heimir Haraldsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur mikilvægt að fá fram viðhorf bæjarbúa til þjónustu sveitarfélagsins og þakkar þátttakendum í könnuninni fyrir mikilvægt framlag.

Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs og verkefnastjóra upplýsingamiðlunar að koma þjónustukönnuninni á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins og beinir því til sviða og ráða að taka niðurstöður könnunarinnar til umfjöllunar og úrvinnslu.

Bæjarráð - 3757. fundur - 03.02.2022

Rætt um niðurstöður spurninga um afstöðu til lausagöngu katta.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs og verkefnastjóra upplýsingamiðlunar að koma niðurstöðu könnunar um lausagöngu katta á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins. Jafnframt samþykkir bæjarráð að óska eftir frekari gögnum frá umhverfis- og mannvirkjasviði sem lögð verði til grundvallar við umræðu um málið í bæjarstjórn.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 3. fundur - 07.02.2022

Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir árið 2021 lagðar fram til kynningar.

Skipulagsráð - 375. fundur - 09.02.2022

Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir árið 2021 lagðar fram til kynningar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 114. fundur - 11.02.2022

Farið yfir niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2021.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1349. fundur - 16.02.2022

Þjónustukönnun Gallup 2021 lögð fram til kynningar.

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar sat fundinn undir þessum lið.

Öldungaráð - 19. fundur - 23.02.2022

Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir árið 2021 lagðar fram til kynningar.
Frestað til næsta fundar.