Rafskútuleiga - Atom

Málsnúmer 2022020224

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 375. fundur - 09.02.2022

Erindi Valdemars Viðarssonar dagsett 3. febrúar 2022 fyrir hönd ATOM 22 ehf. þar sem óskað er eftir leyfi fyrir stöðvalausa rafskútuleigu á Akureyri.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að afla nánari upplýsinga frá umsækjanda.

Skipulagsráð - 377. fundur - 09.03.2022

Erindi Valdemars Viðarssonar dagsett 3. febrúar 2022 fyrir hönd ATOM 22 ehf. þar sem óskað er eftir leyfi fyrir stöðvalausri rafskútuleigu á Akureyri.

Erindið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9. febrúar sl. en afgreiðslu þess var frestað.
Skipulagsráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og leggur til að gerður verði þjónustusamningur við umsækjanda um stöðvalausa rafskútuleigu.

Er afgreiðsla erindisins með fyrirvara um jákvæða umsögn umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 118. fundur - 08.04.2022

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs 9. mars 2022:

Erindi Valdemars Viðarssonar dagsett 3. febrúar 2022 fyrir hönd ATOM 22 ehf. þar sem óskað er eftir leyfi fyrir stöðvalausri rafskútuleigu á Akureyri.

Erindið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9. febrúar sl. en afgreiðslu þess var frestað.

Skipulagsráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og leggur til að gerður verði þjónustusamningur við umsækjanda um stöðvalausa rafskútuleigu.

Er afgreiðsla erindisins með fyrirvara um jákvæða umsögn umhverfis- og mannvirkjaráðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð gerir engar athugasemdir við erindið, enda verði þjónustusamningurinn sambærilegur samningi við aðra rafskútuleigu.

Skipulagsráð - 403. fundur - 24.05.2023

Lagt fram erindi Eyþórs Jósepssonar dagsett 16. maí 2023 þar sem tilkynnt er um kaup nýs félags á stöðvalausri hjólaleigu, Atom 22. Er óskað eftir leyfi til að taka yfir gildandi samning við Akureyrarbæ um reksturinn.

Er jafnframt lagður fram uppfærður samningur til samræmis við nýjan samning sem gerður var við Hopp.
Skipulagsráð samþykkir erindið.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.