Óseyri 1 - umsókn um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2022020242

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 375. fundur - 09.02.2022

Erindi Kristjáns Páls Hrafnkelssonar dagsett 3. febrúar 2022 fyrir hönd Módelhúsa ehf. þar sem óskað er eftir tilfærslu á vestari lóðarmörkum Óseyrar nr. 1. Suðvesturhorn lóðar yrði fært til vesturs um 7 m og norðvesturhorn lóðar yrði fært til austurs um 7 m. Nýtingarhlutfall lóðar yrði aukið úr 0,38 í 0,5. Byggingarreitur merktur A á gildandi deiliskipulagi yrði stækkaður til norðurs þannig að koma mætti fyrir 2000 m² byggingu. Þá yrði bílastæðum innan lóðarinnar fjölgað í 80-90 stæði í stað 71 samkvæmt gildandi skipulagi.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Óseyrar sunnan Krossanesbrautar og deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts til samræmis við erindið og að breytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3506. fundur - 15.02.2022

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. febrúar 2022:

Erindi Kristjáns Páls Hrafnkelssonar dagsett 3. febrúar 2022 fyrir hönd Módelhúsa ehf. þar sem óskað er eftir tilfærslu á vestari lóðarmörkum Óseyrar nr. 1. Suðvesturhorn lóðar yrði fært til vesturs um 7 m og norðvesturhorn lóðar yrði fært til austurs um 7 m. Nýtingarhlutfall lóðar yrði aukið úr 0,38 í 0,5. Byggingarreitur merktur A á gildandi deiliskipulagi yrði stækkaður til norðurs þannig að koma mætti fyrir 2000 m² byggingu. Þá yrði bílastæðum innan lóðarinnar fjölgað í 80-90 stæði í stað 71 samkvæmt gildandi skipulagi.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Óseyrar sunnan Krossanesbrautar og deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts til samræmis við erindið og að breytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að gerð verði breyting á deiliskipulagi Óseyrar sunnan Krossanesbrautar og deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts til samræmis við erindið og að breytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.