Austursíða 2 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2020120326

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 350. fundur - 13.01.2021

Erindi dagsett 11. desember 2020 þar sem Norðurtorg ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Austursíðu 2. Í breytingunni felst eftirfarandi:

1. Ný viðbótar aðkoma með inn- og útkeyrslu frá Austursíðu.

2. Byggingareitur aðalbyggingar framlengdur til suðurs, framyfir samþykkt skyggni framan við verslanarýmin.

3. Byggingareitur aðalbyggingar stækkaður fyrir glerbyggingu sem yfirbyggt útisvæði verslunar.

4. Gerður nýr byggingareitur fyrir allt að 300 m² þjónustuhús á lóðarmörkum við Austursíðu.

5. Gerður nýr byggingareitur fyrir svæði fyrir hraðhleðslustöðvar með tilheyrandi spennistöð.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með smávægilegum lagfæringum á uppdrætti.

Bæjarstjórn - 3487. fundur - 19.01.2021

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. janúar 2021:

Erindi dagsett 11. desember 2020 þar sem Norðurtorg ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Austursíðu 2. Í breytingunni felst eftirfarandi:

1. Ný viðbótar aðkoma með inn- og útkeyrslu frá Austursíðu.

2. Byggingareitur aðalbyggingar framlengdur til suðurs, framyfir samþykkt skyggni framan við verslanarýmin.

3. Byggingareitur aðalbyggingar stækkaður fyrir glerbyggingu sem yfirbyggt útisvæði verslunar.

4. Gerður nýr byggingareitur fyrir allt að 300 m² þjónustuhús á lóðarmörkum við Austursíðu.

5. Gerður nýr byggingareitur fyrir svæði fyrir hraðhleðslustöðvar með tilheyrandi spennistöð.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með smávægilegum lagfæringum á uppdrætti.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að auglýst verði, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breyting á deiliskipulagi fyrir lóðina Austursíðu 2, með smávægilegum lagfæringum á uppdrætti.

Ungmennaráð - 16. fundur - 08.04.2021

Skipulagsráð óskar eftir umsögn.
Ungmennaráð gerir ekki athugasemd við breytingu á deiliskipulagi Austursíðu 2.

Skipulagsráð - 357. fundur - 28.04.2021

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Austursíðu 2. Tillagan var auglýst 10. mars með athugasemdafresti til 21. apríl 2021 og bárust 9 athugasemdabréf auk umsagna frá Minjastofnun, Norðurorku, Vegagerðinni og Landsneti.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja viðbrögð frá umsækjanda um efni fyrirliggjandi athugasemda og umsagna.

Skipulagsráð - 358. fundur - 12.05.2021

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Austursíðu 2. Tillagan var auglýst 10. mars með athugasemdafresti til 21. apríl 2021 og bárust 9 athugasemdabréf auk umsagna frá Minjastofnun, Norðurorku, Vegagerðinni og Landsneti. Þá liggja nú fyrir viðbrögð umsækjenda dagsett 10. maí við efni athugasemda og umsagna.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að ræða við umsækjendur um framhald málsins.

Skipulagsráð - 359. fundur - 26.05.2021

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Austursíðu 2. Tillagan var auglýst 10. mars með athugasemdafresti til 21. apríl 2021 og bárust 9 athugasemdabréf auk umsagna frá Minjastofnun Íslands, Norðurorku, Vegagerðinni og Landsneti. Þá er jafnframt lögð fram tillaga að svörum við efni innkominna athugasemda og umsagna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með þeim breytingum að gert verði ráð fyrir göngu- og hjólastíg meðfram nýrri aðkomu frá Austursíðu að verslunum, nýrri gönguþverun yfir Austursíðu á móts við Rimasíðu og að háspennulína Landsnets verði merkt inn á skipulagið. Jafnframt er lagt til að tillaga að svörum við athugasemdum verði samþykkt.

Bæjarstjórn - 3495. fundur - 01.06.2021

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. maí 2021:

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Austursíðu 2. Tillagan var auglýst 10. mars með athugasemdafresti til 21. apríl 2021 og bárust 9 athugasemdabréf auk umsagna frá Minjastofnun Íslands, Norðurorku, Vegagerðinni og Landsneti. Þá er jafnframt lögð fram tillaga að svörum við efni innkominna athugasemda og umsagna.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með þeim breytingum að gert verði ráð fyrir göngu- og hjólastíg meðfram nýrri aðkomu frá Austursíðu að verslunum, nýrri gönguþverun yfir Austursíðu á móts við Rimasíðu og að háspennulína Landsnets verði merkt inn á skipulagið. Jafnframt er lagt til að tillaga að svörum við athugasemdum verði samþykkt.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Auk hans tók Sóley Björk Stefánsdóttir til máls.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Austursíðu 2 með þeim breytingum að gert verði ráð fyrir göngu- og hjólastíg meðfram nýrri aðkomu frá Austursíðu að verslunum, nýrri gönguþverun yfir Austursíðu á móts við Rimasíðu og að háspennulína Landsnets verði merkt inn á skipulagið. Jafnframt samþykkir meirihluti bæjarstjórnar tillögu að svörum við athugasemdum.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðsluna.