Austurbrú og Hafnarstræti - umsókn um skipulagsbreytingu

Málsnúmer 2021020310

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 352. fundur - 10.02.2021

Lagðar fram til kynningar tillögur Luxor ehf. að uppbyggingu á svæði sem nær til lóðanna Austurbrúar 10-12, Hafnarstrætis 80 og Hafnarstrætis 82.
Skipulagsráð samþykkir að heimila umsækjanda að vinna að gerð breytingar á deiliskipulagi í samráði við sviðsstjóra skipulagssviðs byggt á fyrirliggjandi tillögum að uppbyggingu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 96. fundur - 12.03.2021

Kynning varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á reitnum og aðkomu Akureyrarbæjar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundin undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Lögð fram til kynningar drög að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðum syðst á skipulagssvæðinu.

Skipulagsráð - 356. fundur - 14.04.2021

Jens Sandholt og Sævar Þorbjörnsson hjá Skjanna og Halldór Guðmundsson og Oddur Kr. Sigurbjörnsson hjá THG arkitektum kynntu drög að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðum syðst á skipulagssvæðinu.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna. Ráðið felur sviðsstjóra skipulagssviðs að koma athugasemdum ráðsins til lóðarhafa.

Skipulagsráð - 357. fundur - 28.04.2021

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar syðst á reitnum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að á svæðinu verði byggðar 60-70 íbúðir í húsum sem liggja að Austurbrú, íbúðahóteli með 16-20 hótelíbúðum og verslun- og þjónustu á neðstu hæðinni við Hafnarstræti (lóð nr. 80) auk þess sem gert er ráð fyrir viðbyggingu sunnan við Hafnarstræti 82 en ekki norðan megin við húsið eins og í gildandi skipulagi. Þá er gata sem var á milli Hafnarstrætis 80 og Austurbrúar 10-12 felld niður og í staðinn verður þar gönguleið og garðar milli húsa. Einnig eru gerðar breytingar á bílastæðum við Hafnarstræti, staðsetningu einstefnu o.fl.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar lagfæringum í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarstjórn - 3493. fundur - 04.05.2021

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. apríl 2021:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar syðst á reitnum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að á svæðinu verði byggðar 60-70 íbúðir í húsum sem liggja að Austurbrú, íbúðahóteli með 16-20 hótelíbúðum og verslun- og þjónustu á neðstu hæðinni við Hafnarstræti (lóð nr. 80) auk þess sem gert er ráð fyrir viðbyggingu sunnan við Hafnarstræti 82 en ekki norðan megin við húsið eins og í gildandi skipulagi. Þá er gata sem var á milli Hafnarstrætis 80 og Austurbrúar 10-12 felld niður og í staðinn verður þar gönguleið og garðar milli húsa. Einnig eru gerðar breytingar á bílastæðum við Hafnarstræti, staðsetningu einstefnu o.fl.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar lagfæringum í samræmi við umræður á fundinum.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits, vegna uppbyggingar syðst á reitnum, verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 362. fundur - 07.07.2021

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar syðst á svæðinu. Tillagan var auglýst 12. maí 2021 með athugasemdafresti til 23. júní. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Norðurorku. Er tillaga að svörum við efni umsagna lögð fram.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með minniháttar breytingu í greinargerð varðandi skilmála fyrir Hafnarstræti 82 um að hafa þurfi samráð við Minjastofnun Íslands um breytingar á húsinu. Þá er jafnframt lagt til að tillaga að svörum við efni umsagna verði samþykkt.

Bæjarráð - 3733. fundur - 15.07.2021

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 7. júlí 2021:

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar syðst á svæðinu. Tillagan var auglýst 12. maí 2021 með athugasemdafresti til 23. júní. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Norðurorku. Er tillaga að svörum við efni umsagna lögð fram.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með minniháttar breytingu í greinargerð varðandi skilmála fyrir Hafnarstræti 82 um að hafa þurfi samráð við Minjastofnun Íslands um breytingar á húsinu. Þá er jafnframt lagt til að tillaga að svörum við efni umsagna verði samþykkt.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní 2021.

Bæjarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með minniháttar breytingu í greinargerð varðandi skilmála fyrir Hafnarstræti 82 um að hafa þurfi samráð við Minjastofnun Íslands um breytingar á húsinu. Jafnframt samþykkir bæjarráð tillögu að svörum við efni umsagna.