Krókeyri - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2020100630

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 347. fundur - 11.11.2020

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér minniháttar breytingu á ákvæðum varðandi svæði fyrir samfélagsþjónustu, merkt S1. Í breytingunni felst að fellt er út skilyrði um að svæðið skuli eingöngu vera fyrir safnastarfsemi.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.

Bæjarstjórn - 3484. fundur - 17.11.2020

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. nóvember 2020:

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér minniháttar breytingu á ákvæðum varðandi svæði fyrir samfélagsþjónustu, merkt S1. Í breytingunni felst að fellt er út skilyrði um að svæðið skuli eingöngu vera fyrir safnastarfsemi.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Krókeyrar sem felur í sér minniháttar breytingu á ákvæðum varðandi svæði fyrir samfélagsþjónustu, merkt S1. Í breytingunni felst að fellt er út skilyrði um að svæðið skuli eingöngu vera fyrir safnastarfsemi.

Breytingin er talin óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.