Norðurgata 3-7 - hugmyndir að uppbygingu

Málsnúmer 2020110104

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 347. fundur - 11.11.2020

Lögð fram til kynningar drög að skýrslu um uppbyggingarmöguleika á lóðum við Norðurgötu 3-7. Er skýrslan unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.

Skipulagsráð - 351. fundur - 27.01.2021

Árni Ólafsson arkitekt hjá Teiknistofu arkitekta kynnti greinargerð um könnun á nýtingu lóða við Norðurgötu 3-7 og drög að skilmálum.
Skipulagsráð þakkar Árna fyrir kynninguna. Ráðið samþykkir að lóðin Norðurgata 5-7 verði auglýst að nýju í samræmi við ákvæði um hugmyndasamkeppni sem fram koma í gr. 2.4 og 3.3 í reglum um lóðarveitingar. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að útfæra reglur og forsendur hugmyndasamkeppninnar, byggt á tillögum um skilmála sem fram koma í fyrirliggjandi greinargerð Teiknistofu arkitekta.

Skipulagsráð - 369. fundur - 10.11.2021

Lagður fram tölvupóstur Stefáns H. Steindórssonar dagsettur 28. október 2021, fyrir hönd Norðurorku, varðandi mögulega færslu núverandi spennistöðvar við Norðurgötu.
Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna að gerð breytingar á deiliskipulagi miðbæjar sem felst í að afmörkuð verði lóð fyrir spennistöð á svæði norðan við Strandgötu 14.


Skipulagsráð - 383. fundur - 15.06.2022

Allt frá árinu 2019 hefur verið unnið að því skoða hvernig standa megi að uppbyggingu á lóðunum Norðurgötu 5-7 og enduruppbyggingu lóðarinnar Norðurgötu 3. Að mati skipulagsráðs hefur ein meginforsenda málsins verið að spennistöð á svæðinu verði fjarlægð og ný stöð byggð í stað hennar á öðrum stað. Nú hefur tekið gildi deiliskipulagsbreyting fyrir nýja spennistöðvarlóð við Strandgötu og er því hægt að hefja undirbúning að niðurrifi núverandi spennistöðvar í samráði við Norðurorku og jafnframt hefja undirbúning að byggingu nýrrar stöðvar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að það samþykki að hafinn verði undirbúningur að niðurrifi spennistöðvar í Norðurgötu í samvinnu við Norðurorku, byggt á meðfylgjandi tillögu að kostnaðarskiptingu. Í henni felst einnig að Norðurorka afhendi Akureyrarbæ núverandi spennistöðvarlóð við Norðurgötu og fái í staðinn lóð við Strandgötu til uppbyggingar á nýrri spennistöð.

Er skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samráði við bæjarlögmann og Norðurorku.

Bæjarráð - 3773. fundur - 23.06.2022

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. júní 2022:

Allt frá árinu 2019 hefur verið unnið að því skoða hvernig standa megi að uppbyggingu á lóðunum Norðurgötu 5-7 og enduruppbyggingu lóðarinnar Norðurgötu 3. Að mati skipulagsráðs hefur ein meginforsenda málsins verið að spennistöð á svæðinu verði fjarlægð og ný stöð byggð í stað hennar á öðrum stað. Nú hefur tekið gildi deiliskipulagsbreyting fyrir nýja spennistöðvarlóð við Strandgötu og er því hægt að hefja undirbúning að niðurrifi núverandi spennistöðvar í samráði við Norðurorku og jafnframt hefja undirbúning að byggingu nýrrar stöðvar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að það samþykki að hafinn verði undirbúningur að niðurrifi spennistöðvar í Norðurgötu í samvinnu við Norðurorku, byggt á meðfylgjandi tillögu að kostnaðarskiptingu. Í henni felst einnig að Norðurorka afhendi Akureyrarbæ núverandi spennistöðvarlóð við Norðurgötu og fái í staðinn lóð við Strandgötu til uppbyggingar á nýrri spennistöð. Er skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samráði við bæjarlögmann og Norðurorku.
Bæjarráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur við færslu spennistöðvar í Norðurgötu í samvinnu við Norðurorku og að kostnaðartölur verði uppfærðar. Jafnframt felur bæjarráð sviðstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.