Nonnahagi 17 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna hæðarkóta

Málsnúmer 2020110109

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 347. fundur - 11.11.2020

Fyrirspurn dagsett 4. nóvember 2020 þar sem Haraldur S. Árnason óskar eftir hækkun hæðarkóta á húsi nr. 17 við Nonnahaga um 0,45 m.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við hækkun á hæðarkóta í samræmi við erindi þar sem leyfileg hámarkshæð á húsi er 4,90 m samkvæmt deiliskipulagi en byggð hámarkshæð verður 3,55 m. Mismunur er því 1,35 m og því fer húsið, við breytingu hæðarkóta, ekki yfir leyfilega hámarkshæð.
Fylgiskjöl: