Skipulagsnefnd

205. fundur 10. júní 2015 kl. 08:00 - 11:57 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Skipagata 14-16 - hliðslá

Málsnúmer 2014080043Vakta málsnúmer

Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista, óskaði eftir umræðu um rafdrifna hliðslá í sundinu á milli Íslandsbanka og Pedromynda. Á fundinn mætti Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður.
Skipulagsnefnd þakkar bæjarlögmanni fyrir kynningu á stöðu málsins.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulagsstjóra að ræða við eigendur hliðsins um úrbætur.

2.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Lögmannshlíð, breyting á landnotkun

Málsnúmer 2015050185Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram aðalskipulagsbreytingu dagsetta 10. júní 2015 vegna breyttrar landnotkunar við Lögmannshlíðarkirkjugarð sem unnin er af Árna Ólafssyni frá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. Samhliða verður unnið deiliskipulag af svæðinu (mál nr. 2015040106).

Fyrir liggur umsögn Norðurorku dagsett 3. júní 2015 þar sem ekki er gerð athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna en bent er á að lagnir Norðurorku eru innan svæðisins.

Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands dagsett 3. júní 2015. Fornleifaskráning uppfyllir ekki lágmarksskilyrði Minjastofnunar Íslands um skráningu fornleifa vegna deiliskipulags. Því er nauðsynlegt að endurskoða fornleifaskráninguna í samræmi við staðla Minjastofnunar áður en gengið verður frá deiliskipulagi.
Breyting þessi felur ekki í sér stefnu um leyfisveitingar til framkvæmda, sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, og er hún því ekki háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Breytingin er óveruleg og hefur hvorki áhrif á ósnortna náttúru, jarðmyndanir né vistkerfi, sem njóta sérstakrar verndar, verndarsvæði né skráðar fornminjar. Þó verður sérstaklega hugað að endurskráningu fornleifa á svæðinu í samráði við Minjastofnun Íslands vegna vinnslu deiliskipulags svæðisins sbr. umsögn Minjastofnunar. Breytingin hefur ekki í för með sér neikvæð áhrif á nágranna eða landnotkun og nýtingu aðliggjandi svæða.


Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

3.Undirhlíð - Miðholt, Undirhlíð 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2014020154Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2014 og 17. febrúar 2015 frá Ingólfi Frey Guðmundssyni þar sem hann f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Undirhlíðar 1-3.

Óskað er eftir að íbúðum verði fjölgað um 11, úr 25 í 36, í Undirhlíð 1, og að skilyrði um að íbúðirnar verði fyrir 50 ára og eldri verði fellt út.

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 29. apríl 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á grundvelli ofangreindra breytinga.

Innkomin tölvupóstur dagsettur 3. júní 2015 frá Helga Erni Eyþórssyni fh. SS Byggis þar sem óskað er eftir að ákvæði skilmála núgildandi deiliskipulags, er fram koma í kafla 5.2 er fjallar um jarðvegsframkvæmdir og grundun fjölbýlishússins og um óháð eftirlit með stöðu vatnsborðs í jarðvegi í nágrenni lóðar vegna hugsanlegs jarðsigs á meðan á framkvæmdum stendur, verði felld niður.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að óska eftir að jarðvegssérfræðingur verði fengin til þess að endurmeta aðstæður vegna hugsanlegs jarðsigs á svæðinu.

4.Brekkuskóli og nágrenni - umsókn um deiliskipulagsbreytingu á sundlaugarsvæði

Málsnúmer 2015040173Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. apríl 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni þar sem hann f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi fyrir breytingu á núgildandi deiliskipulagi vegna nýs rennibrautarmannvirkis á laugarsvæði Sundlaugar Akureyrar.

Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 29. apríl 2015, unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf.

Deiliskipulagstillagan var grenndarkynnt frá 7. maí til 4. júní 2015. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

5.Miðbær suðurhluti - umsókn um breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits

Málsnúmer 2015020122Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júní 2015 þar sem Sverrir Gestsson f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, sækir um breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna Hafnarstrætis 80.

Sótt er um breytingu á kvöð um bílakjallara og bílastæði, hæð húss og á leyfilegu byggingarmagni.

Meðfylgjandi eru drög að uppdráttum frá Fanneyju Hauksdóttur frá AVH ehf.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

6.Eyjafjarðarsveit, Hvammur - efnistökusvæði, beiðni um umsögn um skipulags- og matslýsingu

Málsnúmer 2015060040Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2015 frá skipulagsfulltrúa Eyjafjarðarsveitar þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar um skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags efnistökusvæðis í landi Hvamms í Eyjafjarðarsveit.

Meðfylgjandi er skipulags- og matslýsing unnin af Árna Ólafssyni frá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dagsett 15. maí 2015.

Umhverfisnefnd fjallaði um lýsinguna á fundi sínum 9. júní 2015.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skipulags- og matslýsinguna en óskar eftir því að Akureyrarkaupstaður verði tilgreindur sem fomlegur umsagnaraðili um deiliskipulagið. Ítrekað er að dregið verði eftir mætti úr allri hljóð- og rykmengun vegna starfseminnar.

7.Svæðisbundið samstarf á grunni svæðisskipulags, stafrænt skipulag - kynning

Málsnúmer 2015060045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2015 þar sem Halldóra Hreggviðsdóttir f.h. Alta ehf., óskar eftir að fá að halda kynningu á tækifærum tengdum svæðisbundnu samstarfi á grunni svæðisskipulags og hinsvegar kynningu á möguleikum innan stafræns skipulags.
Skipulagsnefnd þakkar fulltrúum ALTA fyrir kynningarnar.

8.Gatnagerðargjöld - endurskoðun 2015

Málsnúmer 2015030040Vakta málsnúmer

Í samræmi við stefnu skipulagsnefndar um verkefni á kjörtímabilinu er m.a. lagt til að nefndin skoði þörfina á endurskoðun gatnagerðargjaldskrár.

Formaður skipulagsnefndar lagði fram tillögu að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda sem tekur mið af gjaldflokkum sem fram koma í lögum um gatnagerðargjöld nr. 153/2006.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu tillögunnar.

9.Norðurgata við Gránufélagsgötu og Víðivelli - ósk um hraðahindrun

Málsnúmer 2015050172Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 28. maí 2015, vísaði bæjarráð 2. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa til skipulagsdeildar:

Friðrik Sigurjónsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og óskaði f.h. fleiri íbúa á svæðinu eftir hraðahindrunum í Norðurgötu við Gránufélagsgötu og Víðivelli.

Meðfylgjandi er uppdráttur af tillögu að úrbótum á gatnamótum Norðurgötu og Eyrarvegar.
Skipulagsnefnd tekur undir áhyggjur íbúa en vísar tillögunni að öðru leyti í vinnu við deiliskipulag Oddeyrar sem nú er í vinnslu.

10.Ábendingar um ástand gatna og stíga 2015

Málsnúmer 2015010059Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 28. maí 2015, vísaði bæjarráð 3. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa til skipulagsdeildar:

Haukur Ívarsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og vildi sjá betri gatnatengingar Naustahverfis við Brekkuna.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir ábendingu en vill þó upplýsa að ekki séu fyrirhugaðar breytingar á gatnatengingum við Naustahverfi.

11.Brálundur - tengingin við Miðhúsabraut, fyrirspurn um stöðu skipulagsvinnu

Málsnúmer 2015050174Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 28. maí 2015, vísaði bæjarráð 20. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa til skipulagsdeildar:

Sigurður Björgvin Björnsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og spurðist fyrir um hvar skipulagsvinna við Brálund og tengingu við Miðhúsabraut væri stödd.
Ekki vitað á þessari stundu hvort eða hvenær farið verði í skipulagsvinnu tengda verkefninu.

12.Hafnarstræti 104 - beiðni um að auglýsingastyttur verði fjarlægðar

Málsnúmer 2015050241Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. maí 2015 þar sem Edda Andradóttir f.h. Drífu ehf., eiganda Hafnarstrætis 106, leggur fram beiðni um að auglýsingastyttur (tröllalíkneski) ásamt borðum og stólum, sem tilheyra versluninni The Viking í Hafnarstræti 104 og eru utan lóðar, verði fjarlægð. Óskað er eftir að stytturnar verði fjarlægðar þar sem þær eru of fyrirferðamiklar og eru lýti á annars fallegri göngugötu.
Umræddar styttur af tröllum er ekki hægt að flokka undir ákvæði gr. 9.2.2 þar sem ekki er um hefðbundin skilti að ræða.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að búnaðurinn standi fyrir utan verslun The Viking.

Sjá einnig bókun vegna málsnr. 2015060024.

13.Hafnarstræti 104 - leyfi fyrir styttum og sætum fyrir framan verslun

Málsnúmer 2015060024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem Sigurður Guðmundsson f.h. Hórasar ehf., kt. 440608-0430, sækir um leyfi fyrir styttum, borðum og stólum fyrir utan hús nr. 104 í Hafnarstræti.
Skipulagsnefnd heimilar staðsetningu á styttum, borðum og stólum í göngugötunni fyrir framan Hafnarstræti 104 en þó einungis þannig að stytturnar (tröll og ísbirnir) og búnaðurinn hindri ekki gangandi umferð um svæðið.

14.Hafnarstræti 106 - reyndarteikningar

Málsnúmer 2014090236Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Drífu ehf., kt. 480173-0159, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum.

Um er að ræða reyndarteikningar vegna breytinga sem orðið hafa á framkvæmdatíma.

Meðfylgjandi eru uppdættir eftir Loga Má Einarsson.

Breytingarnar felast í:

a) gluggasetning löguð - gluggi á snyrtingu 2. hæðar.

b) opnanleg fög í gluggum 1. hæðar á vesturhlið - bil milli glugga.

c) timburverönd að austan er fjarlægð.

d) útistigi austan húss er færður til norðurs.

e) gluggar á efri hæð vesturhliðar endurhannaðir skv. kröfum Minjastofnunar Íslands.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi útlitsuppdrætti og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við erindið er varðar form og útlit hússins.

Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

15.Fjárhagsáætlun 2015 - skipulagsdeild

Málsnúmer 2014090166Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri kynnti stöðuna á rekstri skipulagsdeildar fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2015.
Lagt fram til kynningar.

16.Nonnahagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015060036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem Baldur Sigurðsson f.h. Árness ehf., kt. 680803-2770, sækir um lóð nr. 2 við Nonnahaga og lóð nr. 5 við Geirþrúðarhaga til vara.

Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd úthlutar lóðinni í samræmi við "Reglur um lóðaveitingar".

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

17.Matthíasarhagi 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015060027Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóð nr. 1 við Mattíasarhaga.

Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd úthlutar lóðinni í samræmi við "Reglur um lóðaveitingar".

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

18.Geirþrúðarhagi 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015060028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóð nr. 5 við Geirþrúðarhaga.

Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd úthlutar lóðinni í samræmi við "Reglur um lóðaveitingar".

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

19.Nonnahagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015060029Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóð nr. 2 við Nonnahaga.

Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd úthlutar lóðinni í samræmi við "Reglur um lóðaveitingar".

Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

20.Margrétarhagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015060030Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóð nr. 2 við Margrétarhaga.

Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd úthlutar lóðinni í samræmi við "Reglur um lóðaveitingar".

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

21.Kristjánshagi 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015060031Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóð nr. 1 við Kristjánshaga.

Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd úthlutar lóðinni í samræmi við "Reglur um lóðaveitingar".

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

22.Geirþrúðarhagi 8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015060032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóð nr. 8 við Geirþrúðarhaga.

Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd úthlutar lóðinni í samræmi við "Reglur um lóðaveitingar".

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

23.Davíðshagi 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015060033Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóð nr. 6 við Davíðshaga.

Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd úthlutar lóðinni í samræmi við "Reglur um lóðaveitingar".

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

24.Davíðshagi 8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015060048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2015 þar sem Jóhann Kristinsson f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um lóð nr. 8 við Davíðshaga.

Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd úthlutar lóðinni í samræmi við "Reglur um lóðaveitingar".

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

25.Davíðshagi 10 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015060049Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2015 þar sem Jóhann Kristinsson f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um lóð nr. 10 við Davíðshaga.

Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd úthlutar lóðinni í samræmi við "Reglur um lóðaveitingar".

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

26.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 22. maí 2015. Lögð var fram fundargerð 541. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 18 liðum.
Lagt fram til kynningar.

27.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 28. maí 2015. Lögð var fram fundargerð 542. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

28.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 4. júní 2015. Lögð var fram fundargerð 543. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:57.