Undirhlíð 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2014020154

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 198. fundur - 25.02.2015

Erindi dagsett 20. febrúar 2014 frá Ingólfi Frey Guðmundssyni þar sem hann f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Undirhlíð 1 - 3 þannig að hægt verði að byggja allt að 49 íbúðir undir 80 m² í húsinu nr. 1 við Undirhlíð og að ekki verði skilyrt að íbúðirnar séu fyrir 55 ára og eldri.

Á fundinn komu Sigurður Sigurðsson og Helgi Örn Eyþórsson fulltrúar SS Byggis ehf. og kynntu hugmyndir fyrirtækisins vegna óska um breytingu á deiliskipulaginu.
Skipulagsnefnd þakkar fulltrúum SS Byggis ehf. fyrir kynninguna.

Afgreiðslu erindisins er frestað.

Skipulagsnefnd - 199. fundur - 11.03.2015

Erindi dagsett 20. febrúar 2014 og 17. febrúar 2015 frá Ingólfi Frey Guðmundssyni þar sem hann f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Undirhlíð 1-3 þannig að hægt verði að byggja allt að 41 íbúð undir 80 m² í húsinu nr. 1 við Undirhlíð. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi lóðarinnar er heimilt að byggja 25 íbúðir og er því um að ræða fjölgun um 16 íbúðir. Einnig er óskað eftir að ekki verði skilyrt að íbúðirnar verði fyrir 55 ára og eldri.

Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra og fulltrúum skipulagsnefndar að gera tillögu að breytingum á deiliskipulagi lóðarinnar við Undirhlíð 1-3 sem nú eru til umfjöllunar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að óska eftir nánari upplýsingum um fyrirhugaðar breytingar í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsnefnd - 202. fundur - 29.04.2015

Erindi dagsett 20. febrúar 2014 og 17. febrúar 2015 frá Ingólfi Frey Guðmundssyni þar sem hann f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Undirhlíð 1-3.

Óskað er eftir að íbúðum verði fjölgað um 11 úr 25 í 36 í Undirhlíð 1 og að skilyrði um að íbúðirnar verði fyrir 50 ára og eldri verði fellt út.

Skipulagsnefnd fól vinnuhópi að óska eftir nánari upplýsingum um fyrirhugaðar breytingar.

Innkominn tölvupóstur dagsettur 21. apríl 2015 frá Helga Eyþórssyni f.h. SS Byggis ehf., þar sem umbeðnum upplýsingum eru gerð skil.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 205. fundur - 10.06.2015

Erindi dagsett 20. febrúar 2014 og 17. febrúar 2015 frá Ingólfi Frey Guðmundssyni þar sem hann f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Undirhlíðar 1-3.

Óskað er eftir að íbúðum verði fjölgað um 11, úr 25 í 36, í Undirhlíð 1, og að skilyrði um að íbúðirnar verði fyrir 50 ára og eldri verði fellt út.

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 29. apríl 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á grundvelli ofangreindra breytinga.

Innkomin tölvupóstur dagsettur 3. júní 2015 frá Helga Erni Eyþórssyni fh. SS Byggis þar sem óskað er eftir að ákvæði skilmála núgildandi deiliskipulags, er fram koma í kafla 5.2 er fjallar um jarðvegsframkvæmdir og grundun fjölbýlishússins og um óháð eftirlit með stöðu vatnsborðs í jarðvegi í nágrenni lóðar vegna hugsanlegs jarðsigs á meðan á framkvæmdum stendur, verði felld niður.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að óska eftir að jarðvegssérfræðingur verði fengin til þess að endurmeta aðstæður vegna hugsanlegs jarðsigs á svæðinu.

Skipulagsnefnd - 207. fundur - 08.07.2015

Erindi dagsett 20. febrúar 2014 og 17. febrúar 2015 frá Ingólfi Frey Guðmundssyni þar sem hann f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Undirhlíðar 1-3.

Óskað er eftir að íbúðum verði fjölgað um 11, úr 25 í 36, í Undirhlíð 1, og að skilyrði um að íbúðirnar verði fyrir 50 ára og eldri verði fellt út.

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 29. apríl 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á grundvelli ofangreindra breytinga.

Innkomin tölvupóstur dagsettur 3. júní 2015 frá Helga Erni Eyþórssyni fh. SS Byggis þar sem óskað er eftir að ákvæði skilmála núgildandi deiliskipulags, er fram koma í kafla 5.2 er fjallar um jarðvegsframkvæmdir og grundun fjölbýlishússins og um óháð eftirlit með stöðu vatnsborðs í jarðvegi í nágrenni lóðar vegna hugsanlegs jarðsigs á meðan á framkvæmdum stendur, verði felld niður.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu þann 10. júní sl. og fól skipulagsstjóra að óska eftir því að jarðvegssérfræðingur yrði fenginn til þess að endurmeta aðstæður vegna hugsanlegs jarðsigs á svæðinu.

Fulltrúi Mannvits mætti á fundinn og fór yfir fyrirliggjandi gögn vegna jarðvegsframkvæmda.
Skipulagsnefnd þakkar fulltrúa Mannvits fyrir kynninguna og leggur til að ákvæði í skilmálum deiliskipulagsins er fram koma í kafla 5.2 haldi sér í núverandi mynd. Útbúa skal samning um aðkomu lóðarhafa vegna kostnaðar um jarðvegseftirlit á meðan á framkvæmdum stendur.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram nýja tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við ofangreint, þar sem gert er ráð fyrir að íbúðum verði fjölgað um 11, úr 25 í 36 og að skilyrði um að íbúðirnar verði fyrir 50 ára og eldri verði fellt út. Ekki er um að ræða aukningu á byggingarmagni.

Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 211. fundur - 09.09.2015

Erindi dagsett 20. febrúar 2014 og 17. febrúar 2015 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. SS Byggis óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Undirhlíð 1-3. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 8. júlí 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við bókun nefndarinnar.

Tillagan er dagsett 21. ágúst 2015 og unnin af Loga Má Einarssyni hjá teiknistofnunni Kollgátu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3378. fundur - 15.09.2015

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 9. september 2015:
Erindi dagsett 20. febrúar 2014 og 17. febrúar 2015 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. SS Byggis óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Undirhlíð 1-3. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 8. júlí 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við bókun nefndarinnar.
Tillagan er dagsett 21. ágúst 2015 og unnin af Loga Má Einarssyni hjá teiknistofunni Kollgátu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 216. fundur - 11.11.2015

Þegar hér var komið óskaði formaður eftir að 5. liður Hagahverfi - deiliskipulagsbreyting sem var á útsendri dagskrá yrði tekinn út og var það samþykkt.
Skipulagstillagan var auglýst frá 23. september með athugasemdafresti til 4. nóvember 2015. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Engin athugasemd barst.
Tvær umsagnir bárust:
1) Norðurorka, dagsett 25. september 2015.
Engin athugasemd er gerð.
2) Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis, dagsett 22. október 2015.
Talið að breytingin verði til góðs fyrir hverfið og engar athugasemdir eru gerðar.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.