Brekkuskóli og nágrenni - umsókn um deiliskipulagsbreytingu á sundlaugarsvæði

Málsnúmer 2015040173

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 202. fundur - 29.04.2015

Ólína kom aftur á fundinn kl. 09:45.
Erindi dagsett 22. apríl 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni þar sem hann f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi fyrir breytingu á núgildandi deiliskipulagi vegna nýs rennibrautarmannvirkis á laugarsvæði Sundlaugar Akureyrar.

Breytingarnar sem sótt er um ná yfir norðvesturhluta laugarsvæðis Sundlaugar Akureyrar og felast í því að byggingarreitur vestan við vaðlaug er breikkaður um 6.0 m til vesturs og hámarksheildarhæð á rennibrautarmannvirki er 14.5 m yfir yfirborðshæð laugarsvæðis.

Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 29. apríl 2015, unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3373. fundur - 05.05.2015

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. apríl 2015:
Erindi dagsett 22. apríl 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni þar sem hann f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi fyrir breytingu á núgildandi deiliskipulagi vegna nýs rennibrautarmannvirkis á laugarsvæði Sundlaugar Akureyrar.
Breytingarnar sem sótt er um ná yfir norðvesturhluta laugarsvæðis Sundlaugar Akureyrar og felast í því að byggingarreitur vestan við vaðlaug er breikkaður um 6.0 m til vesturs og hámarksheildarhæð á rennibrautarmannvirki er 14.5 m yfir yfirborðshæð laugarsvæðis.
Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 29. apríl 2015, unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 205. fundur - 10.06.2015

Erindi dagsett 22. apríl 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni þar sem hann f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi fyrir breytingu á núgildandi deiliskipulagi vegna nýs rennibrautarmannvirkis á laugarsvæði Sundlaugar Akureyrar.

Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 29. apríl 2015, unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf.

Deiliskipulagstillagan var grenndarkynnt frá 7. maí til 4. júní 2015. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.