Hafnarstræti 106 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014090236

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 511. fundur - 02.10.2014

Erindi dagsett 17. september 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Drífu ehf., kt. 480173-0159, sækir um breytingar við Hafnarstræti 106. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Einnig er óskað eftir undanþágu á algildri hönnun í samræmi við gr. 6.1.5. í byggingarreglugerð.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 512. fundur - 09.10.2014

Erindi dagsett 17. september 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Drífu ehf., kt. 480173-0159, sækir um breytingar á Hafnarstræti 106. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Einnig er óskað eftir undanþágu á algildri hönnun í samræmi við gr. 6.1.5. í byggingarreglugerð.
Innkomnar teikningar 9. október 2014.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 514. fundur - 23.10.2014

Erindi dagsett 17. september 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Drífu ehf., kt. 480173-0159, sækir um breytingar á Hafnarstræti 106. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Einnig er óskað eftir undanþágu á algildri hönnun í samræmi við gr. 6.1.5. í byggingarreglugerð.
Innkomnar teikningar 23. október 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Skipulagsnefnd - 198. fundur - 25.02.2015

Umræður um afgreiðslu byggingarleyfis vegna breytinga á útliti og innra skipulagi Hafnarstrætis 106.
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við að byggingarleyfi hafi verið veitt fyrir verulegum breytingum á Hafnarstræti 106 án umfjöllunar nefndarinnar. Nefndin telur að breytingarnar vinni gegn samþykktu skipulagi bæjarins og séu til þess fallnar að festa húsið í sessi. Skipulagsnefnd mun í framhaldi skerpa á verklagsreglum gagnvart framkvæmd stefnu bæjarins í skipulagi miðbæjar Akureyrar.
Sjá nánar meðfylgjandi greinargerð um málið merkt "Braunshús - greinargerð skipulagsnefndar".

Skipulagsstjóri lagði fram eftirfarandi bókun í framhaldi af bókun skipulagsnefndar:
Skipulagsstjóri vinnur og hefur fullnaðarheimild til að afgreiða öll byggingarmál er falla undir Mannvirkjalög, nr. 160/2010. Skal í þessu samhengi bent á 2.3.4. gr. byggingarreglugerðar en það segir:
"Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg."
Sjá nánar meðfylgjandi greinargerð um málið merkt "Braunshús - greinargerð skipulagsstjóra".

Skipulagsnefnd - 205. fundur - 10.06.2015

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Drífu ehf., kt. 480173-0159, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum.
Um er að ræða reyndarteikningar vegna breytinga sem orðið hafa á framkvæmdatíma.
Meðfylgjandi eru uppdættir eftir Loga Má Einarsson.
Breytingarnar felast í:
a) gluggasetning löguð - gluggi á snyrtingu 2. hæðar.
b) opnanleg fög í gluggum 1. hæðar á vesturhlið - bil milli glugga.
c) timburverönd að austan er fjarlægð.
d) útistigi austan húss er færður til norðurs.
e) gluggar á efri hæð vesturhliðar endurhannaðir skv. kröfum Minjastofnunar Íslands.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi útlitsuppdrætti og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við erindið er varðar form og útlit hússins.
Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 545. fundur - 18.06.2015

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Drífu ehf., kt. 480173-0159, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum. Meðfylgjandi eru uppdættir eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.