Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Lögmannshlíð, breyting á landnotkun

Málsnúmer 2015050185

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 205. fundur - 10.06.2015

Skipulagsstjóri lagði fram aðalskipulagsbreytingu dagsetta 10. júní 2015 vegna breyttrar landnotkunar við Lögmannshlíðarkirkjugarð sem unnin er af Árna Ólafssyni frá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. Samhliða verður unnið deiliskipulag af svæðinu (mál nr. 2015040106).

Fyrir liggur umsögn Norðurorku dagsett 3. júní 2015 þar sem ekki er gerð athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna en bent er á að lagnir Norðurorku eru innan svæðisins.

Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands dagsett 3. júní 2015. Fornleifaskráning uppfyllir ekki lágmarksskilyrði Minjastofnunar Íslands um skráningu fornleifa vegna deiliskipulags. Því er nauðsynlegt að endurskoða fornleifaskráninguna í samræmi við staðla Minjastofnunar áður en gengið verður frá deiliskipulagi.
Breyting þessi felur ekki í sér stefnu um leyfisveitingar til framkvæmda, sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, og er hún því ekki háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Breytingin er óveruleg og hefur hvorki áhrif á ósnortna náttúru, jarðmyndanir né vistkerfi, sem njóta sérstakrar verndar, verndarsvæði né skráðar fornminjar. Þó verður sérstaklega hugað að endurskráningu fornleifa á svæðinu í samráði við Minjastofnun Íslands vegna vinnslu deiliskipulags svæðisins sbr. umsögn Minjastofnunar. Breytingin hefur ekki í för með sér neikvæð áhrif á nágranna eða landnotkun og nýtingu aðliggjandi svæða.


Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3376. fundur - 16.06.2015

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 10. júní 2015:

Skipulagsstjóri lagði fram aðalskipulagsbreytingu dagsetta 10. júní 2015 vegna breyttrar landnotkunar við Lögmannshlíðarkirkjugarð sem unnin er af Árna Ólafssyni frá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. Samhliða verður unnið deiliskipulag af svæðinu (mál nr. 2015040106).

Fyrir liggur umsögn Norðurorku dagsett 3. júní 2015 þar sem ekki er gerð athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna en bent er á að lagnir Norðurorku eru innan svæðisins.

Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands dagsett 3. júní 2015. Fornleifaskráning uppfyllir ekki lágmarksskilyrði Minjastofnunar Íslands um skráningu fornleifa vegna deiliskipulags. Því er nauðsynlegt að endurskoða fornleifaskráninguna í samræmi við staðla Minjastofnunar áður en gengið verður frá deiliskipulagi.

Breyting þessi felur ekki í sér stefnu um leyfisveitingar til framkvæmda, sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, og er hún því ekki háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Breytingin er óveruleg og hefur hvorki áhrif á ósnortna náttúru, jarðmyndanir né vistkerfi, sem njóta sérstakrar verndar, verndarsvæði né skráðar fornminjar. Þó verður sérstaklega hugað að endurskráningu fornleifa á svæðinu í samráði við Minjastofnun Íslands vegna vinnslu deiliskipulags svæðisins sbr. umsögn Minjastofnunar. Breytingin hefur ekki í för með sér neikvæð áhrif á nágranna eða landnotkun og nýtingu aðliggjandi svæða.


Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.