Hafnarstræti 104 - beiðni um að auglýsingastyttur verði fjarlægðar

Málsnúmer 2015050241

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 205. fundur - 10.06.2015

Erindi dagsett 29. maí 2015 þar sem Edda Andradóttir f.h. Drífu ehf., eiganda Hafnarstrætis 106, leggur fram beiðni um að auglýsingastyttur (tröllalíkneski) ásamt borðum og stólum, sem tilheyra versluninni The Viking í Hafnarstræti 104 og eru utan lóðar, verði fjarlægð. Óskað er eftir að stytturnar verði fjarlægðar þar sem þær eru of fyrirferðamiklar og eru lýti á annars fallegri göngugötu.
Umræddar styttur af tröllum er ekki hægt að flokka undir ákvæði gr. 9.2.2 þar sem ekki er um hefðbundin skilti að ræða.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að búnaðurinn standi fyrir utan verslun The Viking.

Sjá einnig bókun vegna málsnr. 2015060024.