Miðbær suðurhluti - breyting á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits, Hafnarstræti 80

Málsnúmer 2015020122

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 198. fundur - 25.02.2015

Erindi dagsett 18. febrúar 2015 þar sem Sverrir Gestsson f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, sækir um breytingar á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna Hafnarstrætis 80.

Sótt er um breytingu á kvöð um bílakjallara og bílastæði, hæð húss og leyfilegu byggingarmagni.

Á fundinn komu Halldór Jóhannsson og Sverrir Gestsson fulltrúar eigenda og kynntu hugmyndir þeirra.
Skipulagsnefnd þakkar fulltrúum Norðurbrúar ehf. fyrir kynninguna.

Afgreiðslu erindisins er frestað.

Skipulagsnefnd - 199. fundur - 11.03.2015

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 18. febrúar 2015 þar sem Sverrir Gestsson f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, sækir um breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna Hafnarstrætis 80.

Sótt er um breytingu á kvöð um bílakjallara og bílastæði, hæð húss og leyfilegu byggingarmagni.

Hönnuður deiliskipulagsins Árni Ólafsson frá Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., mætti á fundinn undir þessum lið.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hún af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd þakkar hönnuði skipulagsins fyrir kynninguna og felur formanni skipulagsnefndar og skipulagsstjóra að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna Hafnarstrætis 80, á grundvelli umræðna á fundinum.

Skipulagsnefnd - 205. fundur - 10.06.2015

Erindi dagsett 5. júní 2015 þar sem Sverrir Gestsson f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, sækir um breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna Hafnarstrætis 80.

Sótt er um breytingu á kvöð um bílakjallara og bílastæði, hæð húss og á leyfilegu byggingarmagni.

Meðfylgjandi eru drög að uppdráttum frá Fanneyju Hauksdóttur frá AVH ehf.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 212. fundur - 23.09.2015

Erindi dagsett 16. júlí 2015 þar sem Halldór Jóhannsson f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, sækir um breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna Hafnarstrætis 80.
Sótt er um breytingu á kvöð um bílakjallara og bílastæði, hæð húss og á leyfilegu byggingarmagni.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á umbeðna hækkun á þeim hluta hússins sem snýr að Hafnarstræti en heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Helgi Snæbjarnarson L-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd - 218. fundur - 09.12.2015

Erindi dagsett 18. febrúar 2015 þar sem Sverrir Getsson f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, sækir um breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 23. september 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan er dagsett 3. desember 2015 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH. Einnig leggur umsækjandi fram viðbót við erindið þar sem óskað er eftir að engar kvaðir um tilkostnað vegna bílastæða fylgi lóðinni.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á þau rök að ekki þurfi bílastæði fyrir lóðina af því að opinber bílastæði séu fyrir hendi í nágrenni lóðarinnar og samnýting þeirra gæti verið góð vegna mismunandi tímanotkunar og einnig að hægt væri að fjölga bílastæðum neðan Samkomuhússins.
Starfsemi á lóð, hver sem hún er, kallar á að fyrir hendi séu bílastæði fyrir starfsmenn og notendur þeirrar þjónustu sem boðin er fram á lóðinni, þó svo að þörfin geti verið mismunandi eftir starfsemi.
Reglan er síðan sú að ef ekki er hægt að koma fyrir tilskyldum fjölda bílastæða fyrir innan lóða þá ber lóðarhafa að taka þátt í gerð bílastæða, sem svarar þeim fjölda bílastæða sem upp á vantar, með greiðslu í bílastæðasjóð.
Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að ekki þurfi kröfu um bílastæði fyrir þessa lóð umfram aðrar sambærilegar þjónustulóðir í Miðbæ Akureyrar fyrir utan það að það yrði fordæmisgefandi gagnvart öðrum lóðum á Akureyri.

Skipulagsnefnd getur því ekki orðið við fyrirliggjandi beiðni um niðurfellingu á kvöð um fjölda bílastæða fyrir lóðina sem er 1 stæði á hverja 75m² húss á lóðinni eins og sambærilegt er annars staðar á Miðbæjarsvæðinu og hafnar því erindinu.


Skipulagsnefnd - 219. fundur - 13.01.2016

Nýtt erindi barst þar sem Sverrir Gestsson f.h. Norðurbrúar leggur inn nýja tillögu að deiliskipulagsbreytingu dagsetta 10. desember 2015, þar sem fjöldi bílastæða tengd hótelinu eru 50.
Tillagan er unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH, dagsett 10. desember 2015.
Í upphafi þessa dagskrárliðar bar Ólína Freysteinsdóttir S-lista upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Jón Ingi Cæsarsson S-lista mætti á fundinn undir þessum lið í stað Ólínu Freysteinsdóttur.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ennfremur óskar skipulagsnefnd eftir að haldinn verði opinn kynningarfundur um breytingar á reitnum.
Helgi Snæbjarnarson L-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 3385. fundur - 19.01.2016

13. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 13. janúar 2016:

Nýtt erindi barst þar sem Sverrir Gestsson f.h. Norðurbrúar leggur inn nýja tillögu að deiliskipulagsbreytingu dagsetta 10. desember 2015, þar sem fjöldi bílastæða tengd hótelinu eru 50.

Tillagan er unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH, dagsett 10. desember 2015.

Í upphafi þessa dagskrárliðar bar Ólína Freysteinsdóttir S-lista upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Jón Ingi Cæsarsson S-lista mætti á fundinn undir þessum lið í stað Ólínu Freysteinsdóttur.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ennfremur óskar skipulagsnefnd eftir að haldinn verði opinn kynningarfundur um breytingar á reitnum.

Helgi Snæbjarnarson L-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.

Silja Dögg Baldursdóttir L-lista og Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 225. fundur - 23.03.2016

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 27. janúar með athugasemdafresti til 9. mars 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Íbúafundur var haldinn þann 28. janúar 2016 þar sem tillaga að skipulaginu var kynnt almenningi.

Fjórar athugasemdir bárust

1) Miðbæjarsamtökin á Akureyri, dagsett 29. janúar 2016.

Alfarið er lagst gegn því að bílastæðum í miðbænum fækki frá því sem nú er. Ekki hugnast þeim að stækka bílastæðin neðan við Leikhúsið til að koma til móts við bílastæðaþörf. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá er komið fordæmi fyrir að sleppa, eða minnka verulega fjölda bílastæða á reitnum austan Skipagötu. Það geta rekstraraðilar í miðbæ Akureyrar aldrei sætt sig við.

2) Undirskriftarlisti, dagsettur 3. mars 2016 þar sem forsvarsmenn fyrirtækja á svæðinu skrifa undir.

a) Deiliskipulagsbreytingin er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag þar sem lögð er áhersla á bílastæðakjallara á svæðinu.

b) 73 bílastæði þyrftu að vera í bílastæðakjallara til að uppfylla gildandi ákvæði eftir hækkun nýtingarhlutfalls úr 1,80 í 2,02.

c) Engin bílastæðakrafa er gerð til fyrirhugaðs hótels þar sem engin bílastæði verða innan lóðarinnar.

d) Að mæta bílastæðaþörf hótelsins ofanjarðar, utan lóðar og á kostnað nærsamfélagsins getur ekki talist samræmast aðalskipulagi.

3) Gunnar Magnússon, dagsett 4. febrúar 2016.

a) Mótmælt er hækkun suðausturhluta byggingarinnar í 3,5 hæð.

b) Allt of fá bílastæði eru í skipulaginu.

c) Austurbrú ætti að vera einstefna í suður. Götur norðan og vestan Hafnarstrætis 80 ættu einnig að vera einstefna. Þá væri hægt að bæta við bílastæðum.

d) Fjölga þarf bílastæðum sunnan Hafnarstrætis 80.

4) Arnar Birgir Ólafsson, dagsett 9. mars 2016.

a) Með hvaða hætti samræmist tillagan aðalskipulagi Akureyrar?

b) Líklega verður gerð krafa um nýtt bílastæðaplan á nærliggjandi lóðum. Hefur skipulagsnefnd tekið afstöðu til þess og ef svo er hvaða svæði verði þá fyrir valinu?

c) Á hvaða hátt rökstyðja bæjaryfirvöld að tillagan þjóni betur framtíðarsýn Akureyrar skv. aðalskipulagi heldur en gildandi deiliskipulag?

d) Kallar þessi tillaga á breytingu á texta aðalskipulags varðandi bílastæðakjallara á reitnum.
Skipulagsnefnd tekur undir áhyggjur í athugasemdum um að fallið verði frá bílastæðakröfum gildandi deiliskipulags en frestar afgreiðslu málsins til 27. apríl 2016.

Skipulagsnefnd - 229. fundur - 27.04.2016

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 27. janúar með athugasemdafresti til 9. mars 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Íbúafundur var haldinn þann 28. janúar 2016 þar sem tillaga að skipulaginu var kynnt almenningi.

Fjórar athugasemdir bárust

1) Miðbæjarsamtökin á Akureyri, dagsett 29. janúar 2016.

Alfarið er lagst gegn því að bílastæðum í miðbænum fækki frá því sem nú er. Ekki hugnast þeim að stækka bílastæðin neðan við Leikhúsið til að koma til móts við bílastæðaþörf. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá er komið fordæmi fyrir að sleppa, eða minnka verulega fjölda bílastæða á reitnum austan Skipagötu. Það geta rekstraraðilar í miðbæ Akureyrar aldrei sætt sig við.

2) Undirskriftarlisti, dagsettur 3. mars 2016 þar sem forsvarsmenn fyrirtækja á svæðinu skrifa undir.

a) Deiliskipulagsbreytingin er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag þar sem lögð er áhersla á bílastæðakjallara á svæðinu.

b) 73 bílastæði þyrftu að vera í bílastæðakjallara til að uppfylla gildandi ákvæði eftir hækkun nýtingarhlutfalls úr 1,80 í 2,02.

c) Engin bílastæðakrafa er gerð til fyrirhugaðs hótels þar sem engin bílastæði verða innan lóðarinnar.

d) Að mæta bílastæðaþörf hótelsins ofanjarðar, utan lóðar og á kostnað nærsamfélagsins getur ekki talist samræmast aðalskipulagi.

3) Gunnar Magnússon, dagsett 4. febrúar 2016.

a) Mótmælt er hækkun suðausturhluta byggingarinnar í 3,5 hæð.

b) Allt of fá bílastæði eru í skipulaginu.

c) Austurbrú ætti að vera einstefna í suður. Götur norðan og vestan Hafnarstrætis 80 ættu einnig að vera einstefna. Þá væri hægt að bæta við bílastæðum.

d) Fjölga þarf bílastæðum sunnan Hafnarstrætis 80.

4) Arnar Birgir Ólafsson, dagsett 9. mars 2016.

a) Með hvaða hætti samræmist tillagan aðalskipulagi Akureyrar?

b) Líklega verður gerð krafa um nýtt bílastæðaplan á nærliggjandi lóðum. Hefur skipulagsnefnd tekið afstöðu til þess og ef svo er hvaða svæði verði þá fyrir valinu?

c) Á hvaða hátt rökstyðja bæjaryfirvöld að tillagan þjóni betur framtíðarsýn Akureyrar skv. aðalskipulagi heldur en gildandi deiliskipulag?

d) Kallar þessi tillaga á breytingu á texta aðalskipulags varðandi bílastæðakjallara á reitnum.

Þann 20. apríl 2016 barst bréf frá Sverri Gestssyni f.h. Norðurbrúar ehf. þar sem lögð er til málamiðlunartillaga um að í stað bílakjallara verði byggingarreitur hússins minnkaður þannig að hægt verði að koma fyrir 20 bílastæðum innan lóðar en greitt yrði í bílastæðasjóð af 30 bílastæðum til viðbótar.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins milli funda í ljósi ný innkomins bréfs.

Skipulagsnefnd - 233. fundur - 25.05.2016

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 27. janúar með athugasemdafresti til 9. mars 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Íbúafundur var haldinn þann 28. janúar 2016 þar sem tillaga að skipulaginu var kynnt almenningi.

Fjórar athugasemdir bárust

1) Miðbæjarsamtökin á Akureyri, dagsett 29. janúar 2016.

Alfarið er lagst gegn því að bílastæðum í miðbænum fækki frá því sem nú er. Ekki hugnast þeim að stækka bílastæðin neðan við leikhúsið til að koma til móts við bílastæðaþörf. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá er komið fordæmi fyrir að sleppa, eða minnka verulega fjölda bílastæða á reitnum austan Skipagötu. Það geta rekstraraðilar í miðbæ Akureyrar aldrei sætt sig við.

2) Undirskriftalisti, dagsettur 3. mars 2016 þar sem forsvarsmenn fyrirtækja á svæðinu skrifa undir.

a) Deiliskipulagsbreytingin er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag þar sem lögð er áhersla á bílastæðakjallara á svæðinu.

b) 73 bílastæði þyrftu að vera í bílastæðakjallara til að uppfylla gildandi ákvæði eftir hækkun nýtingarhlutfalls úr 1,80 í 2,02.

c) Engin bílastæðakrafa er gerð til fyrirhugaðs hótels þar sem engin bílastæði verða innan lóðarinnar.

d) Að mæta bílastæðaþörf hótelsins ofanjarðar, utan lóðar og á kostnað nærsamfélagsins getur ekki talist samræmast aðalskipulagi.

3) Gunnar Magnússon, dagsett 4. febrúar 2016.

a) Mótmælt er hækkun suðausturhluta byggingarinnar í 3,5 hæð.

b) Allt of fá bílastæði eru í skipulaginu.

c) Austurbrú ætti að vera einstefna í suður. Götur norðan og vestan Hafnarstrætis 80 ættu einnig að vera einstefna. Þá væri hægt að bæta við bílastæðum.

d) Fjölga þarf bílastæðum sunnan Hafnarstrætis 80.

4) Arnar Birgir Ólafsson, dagsett 9. mars 2016.

a) Með hvaða hætti samræmist tillagan aðalskipulagi Akureyrar?

b) Líklega verður gerð krafa um nýtt bílastæðaplan á nærliggjandi lóðum. Hefur skipulagsnefnd tekið afstöðu til þess og ef svo er hvaða svæði verði þá fyrir valinu?

c) Á hvaða hátt rökstyðja bæjaryfirvöld að tillagan þjóni betur framtíðarsýn Akureyrar skv. aðalskipulagi heldur en gildandi deiliskipulag?

d) Kallar þessi tillaga á breytingu á texta aðalskipulags varðandi bílastæðakjallara á reitnum?Þann 20. apríl 2016 barst bréf frá Sverri Gestssyni f.h. Norðurbrúar ehf. þar sem lögð er til málamiðlunartillaga um að í stað bílakjallara verði byggingarreitur hússins minnkaður þannig að hægt verði að koma fyrir 20 bílastæðum innan lóðar en greitt yrði í bifreiðastæðasjóð af 30 bílastæðum til viðbótar. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu á fundi sínum 27. apríl 2016.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræður og afgreiðslu málsins. Tryggvi Gunnarsson varamaður hennar mætti á fundinn undir þessu máli.
Formaður skipulagsnefndar lagði fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu málsins:

Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir að auglýstri tillögu verði breytt á þann veg að krafa verði um a.m.k. 20 bílastæði innan lóðarinnar og bílastæðakrafa fyrir lóðina verði óbreytt frá gildandi deiliskipulagi eða 1 stæði á hverja 75 byggða m².

Skipulagsstjóra er falið að svara athugasemdum sem bárust í samræmi við umræður á fundinum.

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Greidd voru atkvæði um tillöguna. Helgi Snæbjarnarson L-lista greiddi atkvæði á móti tillögunni og Sigurjón Jóhannesson D-lista sat hjá. Tillagan er því samþykkt.

Bæjarstjórn - 3394. fundur - 07.06.2016

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. maí 2016:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 27. janúar með athugasemdafresti til 9. mars 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrarbæjar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Íbúafundur var haldinn þann 28. janúar 2016 þar sem tillaga að skipulaginu var kynnt almenningi.

Fjórar athugasemdir bárust:

1) Miðbæjarsamtökin á Akureyri, dagsett 29. janúar 2016.

Alfarið er lagst gegn því að bílastæðum í miðbænum fækki frá því sem nú er. Ekki hugnast þeim að stækka bílastæðin neðan við leikhúsið til að koma til móts við bílastæðaþörf. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá er komið fordæmi fyrir að sleppa, eða minnka verulega fjölda bílastæða á reitnum austan Skipagötu. Það geta rekstraraðilar í miðbæ Akureyrar aldrei sætt sig við.

2) Undirskriftalisti, dagsettur 3. mars 2016 þar sem forsvarsmenn fyrirtækja á svæðinu skrifa undir.

a) Deiliskipulagsbreytingin er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag þar sem lögð er áhersla á bílastæðakjallara á svæðinu.

b) 73 bílastæði þyrftu að vera í bílastæðakjallara til að uppfylla gildandi ákvæði eftir hækkun nýtingarhlutfalls úr 1,80 í 2,02.

c) Engin bílastæðakrafa er gerð til fyrirhugaðs hótels þar sem engin bílastæði verða innan lóðarinnar.

d) Að mæta bílastæðaþörf hótelsins ofanjarðar, utan lóðar og á kostnað nærsamfélagsins getur ekki talist samræmast aðalskipulagi.

3) Gunnar Magnússon, dagsett 4. febrúar 2016.

a) Mótmælt er hækkun suðausturhluta byggingarinnar í 3,5 hæð.

b) Allt of fá bílastæði eru í skipulaginu.

c) Austurbrú ætti að vera einstefna í suður. Götur norðan og vestan Hafnarstrætis 80 ættu einnig að vera einstefna. Þá væri hægt að bæta við bílastæðum.

d) Fjölga þarf bílastæðum sunnan Hafnarstrætis 80.

4) Arnar Birgir Ólafsson, dagsett 9. mars 2016.

a) Með hvaða hætti samræmist tillagan aðalskipulagi Akureyrar?

b) Líklega verður gerð krafa um nýtt bílastæðaplan á nærliggjandi lóðum. Hefur skipulagsnefnd tekið afstöðu til þess og ef svo er hvaða svæði verði þá fyrir valinu?

c) Á hvaða hátt rökstyðja bæjaryfirvöld að tillagan þjóni betur framtíðarsýn Akureyrar skv. aðalskipulagi heldur en gildandi deiliskipulag?

d) Kallar þessi tillaga á breytingu á texta aðalskipulags varðandi bílastæðakjallara á reitnum?


Þann 20. apríl 2016 barst bréf frá Sverri Gestssyni f.h. Norðurbrúar ehf. þar sem lögð er til málamiðlunartillaga um að í stað bílakjallara verði byggingarreitur hússins minnkaður þannig að hægt verði að koma fyrir 20 bílastæðum innan lóðar en greitt yrði í bifreiðastæðasjóð af 30 bílastæðum til viðbótar. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu á fundi sínum 27. apríl 2016.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræður og afgreiðslu málsins. Tryggvi Gunnarsson varamaður hennar mætti á fundinn undir þessu máli.

Formaður skipulagsnefndar lagði fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu málsins:

Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir að auglýstri tillögu verði breytt á þann veg að krafa verði um a.m.k. 20 bílastæði innan lóðarinnar og bílastæðakrafa fyrir lóðina verði óbreytt frá gildandi deiliskipulagi eða 1 stæði á hverja 75 byggða m².

Skipulagsstjóra er falið að svara athugasemdum sem bárust í samræmi við umræður á fundinum.

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Greidd voru atkvæði um tillöguna. Helgi Snæbjarnarson L-lista greiddi atkvæði á móti tillögunni og Sigurjón Jóhannesson D-lista sat hjá. Tillagan er því samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 5 atkvæðum gegn atkvæði Prebens Jóns Péturssonar Æ-lista.

Matthías Rögnvaldsson L-lista, Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista, Baldvin Valdemarsson D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.