Eyjafjarðarsveit, Hvammur - efnistökusvæði, beiðni um umsögn á skipulags- og matslýsingu

Málsnúmer 2015060040

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 105. fundur - 09.06.2015

Erindi dagsett 3. júní 2015 frá skipulagsfulltrúa Eyjafjarðarsveitar þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar á skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags efnistökusvæðis í landi Hvamms í Eyjafjarðarsveit. Meðfylgjandi er skipulags- og matslýsing, unnin af Árna Ólafssyni Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf, dagsett 15. maí 2015.
Umhverfisnefnd lýsir áhyggjum sínum á að vinnsla á umræddu efnistökusvæði valdi breytingum á gæðum útivistarsvæðisins í Kjarnaskógi. Efnistökusvæðið er nálægt útivistarsvæðinu og hávaði og rykmengun líkleg til að berast yfir svæðið. Umhverfisnefnd fer fram á að svæðið fari í umhverfismat í ljósi þess að um nýtt efnistökusvæði er að ræða.

Skipulagsnefnd - 205. fundur - 10.06.2015

Erindi dagsett 3. júní 2015 frá skipulagsfulltrúa Eyjafjarðarsveitar þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar um skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags efnistökusvæðis í landi Hvamms í Eyjafjarðarsveit.

Meðfylgjandi er skipulags- og matslýsing unnin af Árna Ólafssyni frá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dagsett 15. maí 2015.

Umhverfisnefnd fjallaði um lýsinguna á fundi sínum 9. júní 2015.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skipulags- og matslýsinguna en óskar eftir því að Akureyrarkaupstaður verði tilgreindur sem fomlegur umsagnaraðili um deiliskipulagið. Ítrekað er að dregið verði eftir mætti úr allri hljóð- og rykmengun vegna starfseminnar.

Skipulagsnefnd - 240. fundur - 24.08.2016

Erindi dagsett 16. ágúst 2016 frá skipulagsfulltrúa Eyjafjarðarsveitar þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar á tillögu að deiliskipulagi efnistökusvæðis í landi Hvamms í Eyjafjarðarsveit.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið, en leggur áherslu á að tryggt verði að ryk- og hávaðamengun af námuvinnslu og efnisflutningum hafi ekki neikvæð áhrif á útivistarsvæðið í Kjarnaskógi.

Jafnframt hvetur skipulagsnefnd til frekari samvinnu um efnistöku á Eyjafjarðarsvæðinu.